Viðskipti innlent

Þriðjungur lána ÍLS í desember vegna leiguíbúða

Alls námu heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) tæplega 6,7 milljörðum króna í desember. Þar af voru rúmlega 4,2 milljarðar kr. vegna almennra lána og tæpir 2,5 milljarðar kr. vegna leiguíbúðalána.

Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu sjóðsins fyrir desember. Alls lánaði sjóðurinn um 17,0 milljarða kr. á fjórða ársfjórðungi . Heildarútlán sjóðsins á árinu 2008 námu rúmum 64,4 milljörðum kr. samanborið við 67,8 milljarða kr. á árinu 2007.

Meðalútlán almennra lána voru um 12,4 milljónum króna í desember og er það aukning um 14% frá fyrra mánuði.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×