Viðskipti innlent

Eignir tryggingarfélaga hækkuðu um tæpan hálfan milljarð

Heildareignir tryggingarfélaganna námu 121,8 milljarða kr. í lok júlí og hækkuðu um 478 milljónir kr. milli mánaða.

 

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að útlán og markaðsverðbréf námu 54,7 milljörðum kr. og lækkuðu um 531 milljónir kr. í mánuðinum.

 

Aðrar eignir námu 41,9 milljarð kr. í júlílok og hækkuðu um 554 milljónir kr. og handbært fé hækkaði um 825 milljónir kr. í mánuðinum og nam 18,8 milljörðum kr. í lok júlí.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×