Viðskipti innlent

Gallerí 101 Projects lokar vegna kreppunnar

Eigendur 101 Projects hafa sent frá sér tilkynningu um að starfsemi 101 Projects, áður 101 Gallery, verður lögð niður um óákveðinn tíma vegna krappra aðstæðna í þjóðfélaginu en opnar vonandi að nýju með betri tíð.

„Það er einlæg von okkar að starfsemin í 101 Projects hafi veitt gestum innblástur og að myndlistin megi halda áfram að vaxa og dafna á Íslandi, nú þegar þörfin er mest fyrir skapandi hugsun í samfélaginu," segir í tilkynningunni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×