Erlent

Khodorkovsky ákærður á ný

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Mikhail Khodorkovsky.
Mikhail Khodorkovsky.

Rússneski auðjöfurinn Mikhail Khodorkovsky kveðst sýkn saka í nýju dómsmáli sem höfðað hefur verið gegn honum fyrir fjársvik þegar hann gegndi forstjórastöðu rússneska olíurisans Yukos.

Ákært er fyrir fjögur brot en Khodorkovsky hefur þegar hlotið átta ára dóm fyrir skattsvik og afplánar hann um þessar mundir. Mál Khodorkovsky hefur verið gagnrýnt á þeim forsendum að raunveruleg ástæða málaferlanna sé andstaða hans við Vladimir Pútín forsætisráðherra og því ætli stjórnvöld sér að halda honum innan fangelsismúranna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×