Viðskipti innlent

Vaki fiskeldskerfi hlýtur Útflutningsverðlaunin

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, veitti í dag fyrirtækinu Vaka fiskeldiskerfi hf. Útflutningsverðlaun forseta Íslands við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Það var Hermann Kristjánsson framkvæmdastjóri sem veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd fyrirtækisins.

Útflutningsverðlaun forseta Íslands eru veitt í viðurkenningarskyni fyrir markvert framlag til eflingar útflutningsverslun og gjaldeyrisöflun íslensku þjóðarinnar.

Fram kemur í tilkynningu að úthlutunarreglur kveða á um að verðlaunin skuli veitt fyrirtækjum eða einstaklingum, íslenskum eða erlendum, fyrir árangursríkt starf að útflutningi á íslenskum vörum eða þjónustu á erlendum markaði. Veiting verðlaunanna tekur mið af verðmætisaukningu útflutnings, hlutdeild útflutnings í heildarsölu, markaðssetningu á nýjum markaði, ásamt fleiru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×