Viðskipti innlent

Fallið frá ákæru á Baug vegna gjaldþrots

Fallið var frá ákæru á hendur Baugs vegna gjaldþrots.
Fallið var frá ákæru á hendur Baugs vegna gjaldþrots.

Ákveðið var að falla frá ákærum á hendur Baugi Group í ljósi þess að félagið hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta.

Um var að ræða ákæru sem var birt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Kristínu Jóhannesdóttur og Tryggva Jónssonar auk félaganna Baugs og Gaums fyrir skattsvik á árunum 1999 til 2003.

Málið var tekið fyrir í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur og lögðu lögmenn ákærðu fram greinargerð um frávísun. Málinu var fresta til 31. mars svo að ákæruvaldinu gæfist tími til til þess að fara yfir greinagerðina.

Ákæra á hendur stjórnarmanna og Gaums stendur enn. Málflutningur um frávísun málsins á hendur stjórnarmanna og Gaums verður svo í lok mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×