Viðskipti innlent

Hörð mótmæli gegn afgreiðslu hafnarstjórnar

Mynd: GVA
Mynd: GVA

„Fjárfestum.is mótmælir því að fjárfestingarfélög eða aðrir geti gefið einhliða yfirlýsingar til borgarinnar, banka eða annarra aðila um áhuga á fjárfestingum og fái þannig forgang að þeim."

Þetta segir í tilkynningu frá fjárfestum.is í tilefni fréttar á visir.is um bókanir vegna afgreiðslu stjórnar Faxaflóahafnar á erindi um fyrirhugaða hótelbyggingu við Ægisgarð.

„Að okkar mati er þetta lítið annað en merki um spillingu sem Íslendingar vilja ekki lengur að viðhafist í opinberum geirum á Íslandi. Í máli hafnarinnar og félagsins ABZ-A varðandi lóð við Ægisgarð hefði verið eðlilegast að skipulag vegna reitsins hefði fyrst komið frá yfirvöldum ásamt því hverskonar byggingar og starfssemi eigi að fara þar fram.

Í framhaldi væri svo öllum áhugasömum aðilum boðið að borðinu að bjóða í mismunandi starfsemi, hótel og annað sem þar liggi fyrir. Með þessu móti fái borgin augljóslega besta verðið og engin vafi væri um að spilling sé ekki í spilunum," segir í tilkynningunni.

Ennfremur segir að það er von fjárfestum.is að fagfjárfestar fái jafnan aðgang að öllum tækifærum sem upp koma á vegum borga, bæja eða annarra opinberra stofnanna og þannig sé hagsmunir allra tryggðir en ekki séu einkahagsmunir fárra hafðir að leiðaljósi.

„Í tilfelli hafnarreitsins virðist sem um mjög undarlega ákvörðun sé að ræða. Skýringin varðandi vandamál í þjóðfélaginu og atvinnuleysi stenst illa enda ekkert sem segir að séu aðilar valdir í útboði að undangengnu skipulagi á reitnum skapi það færri störf heldur en ef aðilar fái að sitja þar einir að borðinu áður en skipulagi sé lokið. Slík skýring er fásinna og mikilvægt að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn skýri hvað raunvörulega liggi að baki þessari ákvörðun um einkaumboð Hafnarstjórnar til umræðu við einn aðila," segir í tilkynningunni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×