Erlent

Vafasamur ljósmyndari í Bretlandi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Breskur dómstóll hefur bannað þrítugum manni að bera myndavél á almannafæri í tvö ár auk þess sem honum er gert að sinna samfélagsþjónustu í eitt ár. Maðurinn var handtekinn í stórmarkaði fyrir að taka myndir upp undir pils nokkurra kvenna sem þar voru að versla. Þetta gerði hann með því að festa myndavél við burðaról bakpoka sem hann var með þannig að linsa vélarinnar vísaði upp. Því næst tók maðurinn sér stöðu fyrir aftan konurnar, eina af annarri, og lagði bakpokann frá sér á gólfið. Myndavélin var stillt á myndbandsupptöku og tók upp það sem fyrir hana bar. Glöggskyggn öryggisvörður áttaði sig á athæfi mannsins og kallaði til lögreglu sem handtók hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×