Viðskipti innlent

MP banki tekur á móti greiðslum í séreignasparnað

MP Banki hf. fékk leyfi til að móttaka greiðslur í séreignarsparnað undir lok árs 2008. Bankinn starfrækir nú Séreignarsparnað MP Banka sem launþegar geta greitt í allt að 4% af launum og jafnframt fengið 2% mótframlag frá launagreiðanda skv. kjarasamningum.

Í tilkynningu segir að allir launamenn geta greitt í Séreignarsparnað MP Banka og þeir sem eiga uppsafnaða eign geta flutt eign sína að hluta til eða öllu leyti til bankans.

MP Banki hefur gert samning við MP Sjóði hf. um að stýra þeim tveimur ávöxtunarleiðum sem hægt er að velja um: Séreignarsparnaður 1 - eingöngu ríkistryggðar eignir og Séreignarsparnaður 2 - fjárfestir jafnt í ríkistryggðum eignum og innlánum








Fleiri fréttir

Sjá meira


×