Innlent

Óraunhæft að klára þingið í næstu viku

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Birgir Ármannsson segir ekki raunhæft að klára þingið í næstu viku.
Birgir Ármannsson segir ekki raunhæft að klára þingið í næstu viku.
„Mér finnst fullkomlega óraunhæft að þingið klárist í næstu viku miðað við þau stórmál sem þingið hefur nú til meðferðar, sérstaklega Icesave og umsóknina um ESB," segir Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hún stefndi á að ljúka þingi í næstu viku.

„Umfjöllun um Icesavemálið er rétt að hefjast í nefndum og augljóst að þar er mikil vinna eftir. Mér finnst fullkomið ábyrgðarleysi ef forystumenn ríkisstjórnarinnar og þingsins ætlast til þess að þingmenn klári þetta mál á jafn stuttum tíma. Þannig væru menn að kasta höndum til í þessu risavaxna máli," segir Birgir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×