Innlent

Lengsti dagur ársins í dag

Fallegt sólarlag yfir Reykjavík.
Fallegt sólarlag yfir Reykjavík. Mynd/Vilhelm

Lengsti dagur ársins er runninn upp á Íslandi. Í Reykjavík reis sólin klukkan sex mínútur í þrjú í nótt og sólarlag verður ekki fyrr en klukkan fimm mínútur yfir miðnætti. Þá tekur daginn að stytta aftur á morgun.

Metfjöldi manna var saman kominn við Stonehenge í Bretlandi til að verða vitni að sólarupprásinni á sumarsólstöðum, eða um 36.500 manns. Þar reis sólin um klukkan tvær mínútur í fimm í morgun að breskum tíma og voru vegir í nágrenni Stonehenge stappfullir af bílum klukkustundirnar fyrir sólarupprás. Ekki sást þó mikið af sólinni við Stonehenge vegna skýjaþykknis sem byrgði sýn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×