Viðskipti innlent

Landsbankinn tekur yfir Húsasmiðjuna

Húsasmiðjan.
Húsasmiðjan.

Eignarhaldsfélagið Vestia hefur eignast Húsasmiðjuna að fullu samkvæmt tilkynningu frá Húsasmiðjunni.

Þar kom fram að þann 6. október, á aðalfundi Húsasmiðjunnar, hafi fráfarandi stjórn félagsins samþykkt að afskrifa allt hlutafé þáverandi eiganda í félaginu og gefa út nýtt hlutafé.

Jafnframt samþykktu hluthafar að afsala sér forkaupsrétti á nýjum hlutum félagsins.

Vestia ehf., er dótturfélag Landsbankans.

Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×