Viðskipti innlent

HB Grandi hækkaði um 52,2% í kauphöllinni

Hlutir í HB Granda hækkuðu um 52,2% í töluverðum viðskiptum í kauphöllinni í dag. Námu viðskiptin 7 milljónum kr. Úrvalsvísitalan átti góðan dag og hækkaði um 1,2% Stendur vísitalan nú í 812 stigum.

 

Century Aluminium hækkaði um 8,3% og Össur um 0,4%. Hinsvegar lækkaði Bakkavör um 0,7%.

 

Skuldabréfaveltan nam 5,3 milljörðum kr. í dag sem er með minna móti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×