Erlent

Meint mannabein fundust í poka við veg

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.

Poki með beinum, sem grunur leikur á að séu mannabein, fannst við hlið M5-þjóðvegarins þar sem hann liggur um Thornbury í Suður-Glósturskíri á Englandi. Maður frá vegaeftirlitinu var að hreinsa rusl af veginum þegar hann fann pokann. Lögregla hefur komið upp tjaldi yfir fundarstaðnum til að auðvelda rannsókn málsins og leitar nú að vísbendingum í nágrenninu. Beinin fara til meinafræðings í dag sem kveður upp úrskurð um hvort þau séu úr manneskju eður ei.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×