Hraðbraut nýrra tækifæra Eyþór Ívar Jónsson skrifar 13. ágúst 2009 06:00 Framtíð Íslands verður að miklu leyti að byggjast á nýjum fyrirtækjum. Það er mikilvægt fyrir Íslendinga að skilja að fyrirtæki er einstakt tæki til þess að skapa verðmæti, störf og hagvöxt. Um þessar mundir er flestum umhugað um atvinnu enda er langt síðan atvinnuleysi hefur mælst eins mikið hér á landi og nú. Það er sérstaklega mikið áfall í ljósi þess að atvinnuleysi, umfram svokallað náttúrulegt atvinnuleysi, hefur ekki þekkst á Íslandi um áratuga skeið. Hægt er að skapa atvinnu með margvíslegum hætti og yfirleitt er hin hagfræðilega aðgerð farin að ríkið fari út í vinnuaflsfrekar aðgerðir til þess að skapa atvinnu. Reyndar gætir ákveðins misskilnings um að þessar aðgerðir þurfi að vera fjármagnsfrekar stórframkvæmdir. Stundum felst í þessum aðgerðum verðmætasköpun en oft virðist eins og verið sé að kasta krónunni til að skapa eyrinn. Þó eru til dæmi um verkefni sem hafa endurskapað innviði samfélags og skapað grundvöll til hagvaxtar. Langtímaávinningur er þó ekki meginmálið í efnahagskrísu heldur að koma hjólum hagkerfisins aftur af stað. Engu að síður skiptir það miklu máli í uppbyggingu hvernig störf eru búin til fyrir framtíðarsýn þjóðarinnar. Mýs, gasellur eða fílarBandaríski hagfræðingurinn David Birch spurði eitt sinn hvers konar fyrirtæki það væru sem sköpuðu störf. Hann bar saman stórfyrirtæki með fleiri en 500 starfsmenn (fíla), smáfyrirtæki með færri en tuttugu starfsmenn (mýs) og ört vaxandi fyrirtæki (gasellur). Í stuttu máli voru það mýsnar og sérstaklega gasellurnar sem sköpuðu störfin. Seinni tíma rannsóknir hafa svo sýnt að mýs og gasellur eru sérstaklega mikilvægar í niðursveiflu þar sem stórfyrirtæki segja þá upp frekar en að ráða starfsfólk. Lykilboðskapurinn í rannsóknum Birch og mörgum seinni tíma rannsóknum á atvinnusköpun er að gasellurnar leika mikilvægasta hlutverkið í atvinnusköpun enda er þörf fyrir ný störf í ört vaxandi fyrirtækjum. Verðmætasköpun þessara fyrirtækja er þó kannski enn mikilvægari. Til þess að vaxa verða þessi fyrirtæki að skapa verðmæti fyrir viðskiptavini. Þá er mikilvægt að leiðrétta misskilning sem oft gætir í umræðunni um gasellur, að fyrirtæki sem vaxa með uppkaupum, kaupum á öðrum fyrirtækjum, eru ekki endilega að skapa ný störf þar sem þau yfirtaka einfaldlega starfsmenn annarra fyrirtækja.Rannsóknir á uppkaupum hafa líka margsýnt að í flestum tilvikum eru uppkaup of dýru verði keypt, sem íslenskir viðskiptamenn eru að læra núna. Verðmætasköpunin tengist miklu frekar innri vexti fyrirtækja; hvernig fyrirtæki skapa til dæmis nýjar vörur og þjónustu sem viðskiptavinir vilja kaupa. Best væri ef slík verðmætasköpun tengdist sjálfbærni frekar en skammtímaneysluhegðun. Þessar gasellur sem skapa bæði störf og verðmæti eru þess vegna draumur hvers hagkerfis. Draumur hvers hagkerfisGasellur hagkerfisins eru mikilvægar en tiltölulega fáar. Rannsóknir benda til að þær eru yfirleitt ekki fleiri en 2-5% af öllum nýjum fyrirtækjum sem eru stofnuð. Mikilvægi þessara fyrirtækja hefur ýtt af stað rannsóknum sem ganga út á að gera greinarmun á eiginleikum þessara fyrirtækja og annarra sem vaxa hægar. Ein niðurstaða sem hefur komið fram í þessum rannsóknum en margir halda ranglega á lofti er að þessi fyrirtæki snúast ekki endilega um verulega nýsköpun, nýnæmi eða eru hluti af hátæknigeira eða einhverjum nýjum atvinnugeirum. Gasellur geta orðið til í flestum atvinnugeirum og snúast oft miklu frekar um að grípa tækifærið, góð úrræði, framtíðarsýn, tengslanet og skynsamlega notkun auðlinda - þar á meðal starfsmanna. Reyndar hefur orðið til talsverð flóra af kenningum sem fjalla um einkenni slíkra fyrirtækja en engu að síður hefur skapast talsverður skilningur á hvað er mikilvægt að leggja áherslu á til þess að skapa fyrirtæki sem eiga möguleika á að verða gasellur framtíðarinnar. Hér á landi hefur Klak - Nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins búið til vettvang fyrir uppbyggingu slíkra fyrirtækja sem nefnist Viðskiptasmiðjan - Hraðbraut nýrra fyrirtækja.Það sem er einstætt við þessa hraðbraut er að hún byggir á þeirri vitneskju sem við höfum um gasellur og ný og árangursrík fyrirtæki. Ísland hefur þar með tekið stökk í frumkvöðlamálum og er að vissu leyti búið að ná upp tíu ára forskoti nágrannaþjóða okkar á þessum vettvangi. Það er hins vegar mikilvægt að þessi hraðbraut verði nýtt eins vel og kostur er til þess að byggja upp fyrirtæki sem geta skapað atvinnu og verðmæti sem eru ekki einungis mikilvæg fyrir Ísland til skamms tíma heldur nauðsynleg fyrir framtíð Íslands.Höfundur er framkvæmdastjóri Klaks - Nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins og dósent við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Framtíð Íslands verður að miklu leyti að byggjast á nýjum fyrirtækjum. Það er mikilvægt fyrir Íslendinga að skilja að fyrirtæki er einstakt tæki til þess að skapa verðmæti, störf og hagvöxt. Um þessar mundir er flestum umhugað um atvinnu enda er langt síðan atvinnuleysi hefur mælst eins mikið hér á landi og nú. Það er sérstaklega mikið áfall í ljósi þess að atvinnuleysi, umfram svokallað náttúrulegt atvinnuleysi, hefur ekki þekkst á Íslandi um áratuga skeið. Hægt er að skapa atvinnu með margvíslegum hætti og yfirleitt er hin hagfræðilega aðgerð farin að ríkið fari út í vinnuaflsfrekar aðgerðir til þess að skapa atvinnu. Reyndar gætir ákveðins misskilnings um að þessar aðgerðir þurfi að vera fjármagnsfrekar stórframkvæmdir. Stundum felst í þessum aðgerðum verðmætasköpun en oft virðist eins og verið sé að kasta krónunni til að skapa eyrinn. Þó eru til dæmi um verkefni sem hafa endurskapað innviði samfélags og skapað grundvöll til hagvaxtar. Langtímaávinningur er þó ekki meginmálið í efnahagskrísu heldur að koma hjólum hagkerfisins aftur af stað. Engu að síður skiptir það miklu máli í uppbyggingu hvernig störf eru búin til fyrir framtíðarsýn þjóðarinnar. Mýs, gasellur eða fílarBandaríski hagfræðingurinn David Birch spurði eitt sinn hvers konar fyrirtæki það væru sem sköpuðu störf. Hann bar saman stórfyrirtæki með fleiri en 500 starfsmenn (fíla), smáfyrirtæki með færri en tuttugu starfsmenn (mýs) og ört vaxandi fyrirtæki (gasellur). Í stuttu máli voru það mýsnar og sérstaklega gasellurnar sem sköpuðu störfin. Seinni tíma rannsóknir hafa svo sýnt að mýs og gasellur eru sérstaklega mikilvægar í niðursveiflu þar sem stórfyrirtæki segja þá upp frekar en að ráða starfsfólk. Lykilboðskapurinn í rannsóknum Birch og mörgum seinni tíma rannsóknum á atvinnusköpun er að gasellurnar leika mikilvægasta hlutverkið í atvinnusköpun enda er þörf fyrir ný störf í ört vaxandi fyrirtækjum. Verðmætasköpun þessara fyrirtækja er þó kannski enn mikilvægari. Til þess að vaxa verða þessi fyrirtæki að skapa verðmæti fyrir viðskiptavini. Þá er mikilvægt að leiðrétta misskilning sem oft gætir í umræðunni um gasellur, að fyrirtæki sem vaxa með uppkaupum, kaupum á öðrum fyrirtækjum, eru ekki endilega að skapa ný störf þar sem þau yfirtaka einfaldlega starfsmenn annarra fyrirtækja.Rannsóknir á uppkaupum hafa líka margsýnt að í flestum tilvikum eru uppkaup of dýru verði keypt, sem íslenskir viðskiptamenn eru að læra núna. Verðmætasköpunin tengist miklu frekar innri vexti fyrirtækja; hvernig fyrirtæki skapa til dæmis nýjar vörur og þjónustu sem viðskiptavinir vilja kaupa. Best væri ef slík verðmætasköpun tengdist sjálfbærni frekar en skammtímaneysluhegðun. Þessar gasellur sem skapa bæði störf og verðmæti eru þess vegna draumur hvers hagkerfis. Draumur hvers hagkerfisGasellur hagkerfisins eru mikilvægar en tiltölulega fáar. Rannsóknir benda til að þær eru yfirleitt ekki fleiri en 2-5% af öllum nýjum fyrirtækjum sem eru stofnuð. Mikilvægi þessara fyrirtækja hefur ýtt af stað rannsóknum sem ganga út á að gera greinarmun á eiginleikum þessara fyrirtækja og annarra sem vaxa hægar. Ein niðurstaða sem hefur komið fram í þessum rannsóknum en margir halda ranglega á lofti er að þessi fyrirtæki snúast ekki endilega um verulega nýsköpun, nýnæmi eða eru hluti af hátæknigeira eða einhverjum nýjum atvinnugeirum. Gasellur geta orðið til í flestum atvinnugeirum og snúast oft miklu frekar um að grípa tækifærið, góð úrræði, framtíðarsýn, tengslanet og skynsamlega notkun auðlinda - þar á meðal starfsmanna. Reyndar hefur orðið til talsverð flóra af kenningum sem fjalla um einkenni slíkra fyrirtækja en engu að síður hefur skapast talsverður skilningur á hvað er mikilvægt að leggja áherslu á til þess að skapa fyrirtæki sem eiga möguleika á að verða gasellur framtíðarinnar. Hér á landi hefur Klak - Nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins búið til vettvang fyrir uppbyggingu slíkra fyrirtækja sem nefnist Viðskiptasmiðjan - Hraðbraut nýrra fyrirtækja.Það sem er einstætt við þessa hraðbraut er að hún byggir á þeirri vitneskju sem við höfum um gasellur og ný og árangursrík fyrirtæki. Ísland hefur þar með tekið stökk í frumkvöðlamálum og er að vissu leyti búið að ná upp tíu ára forskoti nágrannaþjóða okkar á þessum vettvangi. Það er hins vegar mikilvægt að þessi hraðbraut verði nýtt eins vel og kostur er til þess að byggja upp fyrirtæki sem geta skapað atvinnu og verðmæti sem eru ekki einungis mikilvæg fyrir Ísland til skamms tíma heldur nauðsynleg fyrir framtíð Íslands.Höfundur er framkvæmdastjóri Klaks - Nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins og dósent við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun