Hraðbraut nýrra tækifæra Eyþór Ívar Jónsson skrifar 13. ágúst 2009 06:00 Framtíð Íslands verður að miklu leyti að byggjast á nýjum fyrirtækjum. Það er mikilvægt fyrir Íslendinga að skilja að fyrirtæki er einstakt tæki til þess að skapa verðmæti, störf og hagvöxt. Um þessar mundir er flestum umhugað um atvinnu enda er langt síðan atvinnuleysi hefur mælst eins mikið hér á landi og nú. Það er sérstaklega mikið áfall í ljósi þess að atvinnuleysi, umfram svokallað náttúrulegt atvinnuleysi, hefur ekki þekkst á Íslandi um áratuga skeið. Hægt er að skapa atvinnu með margvíslegum hætti og yfirleitt er hin hagfræðilega aðgerð farin að ríkið fari út í vinnuaflsfrekar aðgerðir til þess að skapa atvinnu. Reyndar gætir ákveðins misskilnings um að þessar aðgerðir þurfi að vera fjármagnsfrekar stórframkvæmdir. Stundum felst í þessum aðgerðum verðmætasköpun en oft virðist eins og verið sé að kasta krónunni til að skapa eyrinn. Þó eru til dæmi um verkefni sem hafa endurskapað innviði samfélags og skapað grundvöll til hagvaxtar. Langtímaávinningur er þó ekki meginmálið í efnahagskrísu heldur að koma hjólum hagkerfisins aftur af stað. Engu að síður skiptir það miklu máli í uppbyggingu hvernig störf eru búin til fyrir framtíðarsýn þjóðarinnar. Mýs, gasellur eða fílarBandaríski hagfræðingurinn David Birch spurði eitt sinn hvers konar fyrirtæki það væru sem sköpuðu störf. Hann bar saman stórfyrirtæki með fleiri en 500 starfsmenn (fíla), smáfyrirtæki með færri en tuttugu starfsmenn (mýs) og ört vaxandi fyrirtæki (gasellur). Í stuttu máli voru það mýsnar og sérstaklega gasellurnar sem sköpuðu störfin. Seinni tíma rannsóknir hafa svo sýnt að mýs og gasellur eru sérstaklega mikilvægar í niðursveiflu þar sem stórfyrirtæki segja þá upp frekar en að ráða starfsfólk. Lykilboðskapurinn í rannsóknum Birch og mörgum seinni tíma rannsóknum á atvinnusköpun er að gasellurnar leika mikilvægasta hlutverkið í atvinnusköpun enda er þörf fyrir ný störf í ört vaxandi fyrirtækjum. Verðmætasköpun þessara fyrirtækja er þó kannski enn mikilvægari. Til þess að vaxa verða þessi fyrirtæki að skapa verðmæti fyrir viðskiptavini. Þá er mikilvægt að leiðrétta misskilning sem oft gætir í umræðunni um gasellur, að fyrirtæki sem vaxa með uppkaupum, kaupum á öðrum fyrirtækjum, eru ekki endilega að skapa ný störf þar sem þau yfirtaka einfaldlega starfsmenn annarra fyrirtækja.Rannsóknir á uppkaupum hafa líka margsýnt að í flestum tilvikum eru uppkaup of dýru verði keypt, sem íslenskir viðskiptamenn eru að læra núna. Verðmætasköpunin tengist miklu frekar innri vexti fyrirtækja; hvernig fyrirtæki skapa til dæmis nýjar vörur og þjónustu sem viðskiptavinir vilja kaupa. Best væri ef slík verðmætasköpun tengdist sjálfbærni frekar en skammtímaneysluhegðun. Þessar gasellur sem skapa bæði störf og verðmæti eru þess vegna draumur hvers hagkerfis. Draumur hvers hagkerfisGasellur hagkerfisins eru mikilvægar en tiltölulega fáar. Rannsóknir benda til að þær eru yfirleitt ekki fleiri en 2-5% af öllum nýjum fyrirtækjum sem eru stofnuð. Mikilvægi þessara fyrirtækja hefur ýtt af stað rannsóknum sem ganga út á að gera greinarmun á eiginleikum þessara fyrirtækja og annarra sem vaxa hægar. Ein niðurstaða sem hefur komið fram í þessum rannsóknum en margir halda ranglega á lofti er að þessi fyrirtæki snúast ekki endilega um verulega nýsköpun, nýnæmi eða eru hluti af hátæknigeira eða einhverjum nýjum atvinnugeirum. Gasellur geta orðið til í flestum atvinnugeirum og snúast oft miklu frekar um að grípa tækifærið, góð úrræði, framtíðarsýn, tengslanet og skynsamlega notkun auðlinda - þar á meðal starfsmanna. Reyndar hefur orðið til talsverð flóra af kenningum sem fjalla um einkenni slíkra fyrirtækja en engu að síður hefur skapast talsverður skilningur á hvað er mikilvægt að leggja áherslu á til þess að skapa fyrirtæki sem eiga möguleika á að verða gasellur framtíðarinnar. Hér á landi hefur Klak - Nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins búið til vettvang fyrir uppbyggingu slíkra fyrirtækja sem nefnist Viðskiptasmiðjan - Hraðbraut nýrra fyrirtækja.Það sem er einstætt við þessa hraðbraut er að hún byggir á þeirri vitneskju sem við höfum um gasellur og ný og árangursrík fyrirtæki. Ísland hefur þar með tekið stökk í frumkvöðlamálum og er að vissu leyti búið að ná upp tíu ára forskoti nágrannaþjóða okkar á þessum vettvangi. Það er hins vegar mikilvægt að þessi hraðbraut verði nýtt eins vel og kostur er til þess að byggja upp fyrirtæki sem geta skapað atvinnu og verðmæti sem eru ekki einungis mikilvæg fyrir Ísland til skamms tíma heldur nauðsynleg fyrir framtíð Íslands.Höfundur er framkvæmdastjóri Klaks - Nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins og dósent við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Framtíð Íslands verður að miklu leyti að byggjast á nýjum fyrirtækjum. Það er mikilvægt fyrir Íslendinga að skilja að fyrirtæki er einstakt tæki til þess að skapa verðmæti, störf og hagvöxt. Um þessar mundir er flestum umhugað um atvinnu enda er langt síðan atvinnuleysi hefur mælst eins mikið hér á landi og nú. Það er sérstaklega mikið áfall í ljósi þess að atvinnuleysi, umfram svokallað náttúrulegt atvinnuleysi, hefur ekki þekkst á Íslandi um áratuga skeið. Hægt er að skapa atvinnu með margvíslegum hætti og yfirleitt er hin hagfræðilega aðgerð farin að ríkið fari út í vinnuaflsfrekar aðgerðir til þess að skapa atvinnu. Reyndar gætir ákveðins misskilnings um að þessar aðgerðir þurfi að vera fjármagnsfrekar stórframkvæmdir. Stundum felst í þessum aðgerðum verðmætasköpun en oft virðist eins og verið sé að kasta krónunni til að skapa eyrinn. Þó eru til dæmi um verkefni sem hafa endurskapað innviði samfélags og skapað grundvöll til hagvaxtar. Langtímaávinningur er þó ekki meginmálið í efnahagskrísu heldur að koma hjólum hagkerfisins aftur af stað. Engu að síður skiptir það miklu máli í uppbyggingu hvernig störf eru búin til fyrir framtíðarsýn þjóðarinnar. Mýs, gasellur eða fílarBandaríski hagfræðingurinn David Birch spurði eitt sinn hvers konar fyrirtæki það væru sem sköpuðu störf. Hann bar saman stórfyrirtæki með fleiri en 500 starfsmenn (fíla), smáfyrirtæki með færri en tuttugu starfsmenn (mýs) og ört vaxandi fyrirtæki (gasellur). Í stuttu máli voru það mýsnar og sérstaklega gasellurnar sem sköpuðu störfin. Seinni tíma rannsóknir hafa svo sýnt að mýs og gasellur eru sérstaklega mikilvægar í niðursveiflu þar sem stórfyrirtæki segja þá upp frekar en að ráða starfsfólk. Lykilboðskapurinn í rannsóknum Birch og mörgum seinni tíma rannsóknum á atvinnusköpun er að gasellurnar leika mikilvægasta hlutverkið í atvinnusköpun enda er þörf fyrir ný störf í ört vaxandi fyrirtækjum. Verðmætasköpun þessara fyrirtækja er þó kannski enn mikilvægari. Til þess að vaxa verða þessi fyrirtæki að skapa verðmæti fyrir viðskiptavini. Þá er mikilvægt að leiðrétta misskilning sem oft gætir í umræðunni um gasellur, að fyrirtæki sem vaxa með uppkaupum, kaupum á öðrum fyrirtækjum, eru ekki endilega að skapa ný störf þar sem þau yfirtaka einfaldlega starfsmenn annarra fyrirtækja.Rannsóknir á uppkaupum hafa líka margsýnt að í flestum tilvikum eru uppkaup of dýru verði keypt, sem íslenskir viðskiptamenn eru að læra núna. Verðmætasköpunin tengist miklu frekar innri vexti fyrirtækja; hvernig fyrirtæki skapa til dæmis nýjar vörur og þjónustu sem viðskiptavinir vilja kaupa. Best væri ef slík verðmætasköpun tengdist sjálfbærni frekar en skammtímaneysluhegðun. Þessar gasellur sem skapa bæði störf og verðmæti eru þess vegna draumur hvers hagkerfis. Draumur hvers hagkerfisGasellur hagkerfisins eru mikilvægar en tiltölulega fáar. Rannsóknir benda til að þær eru yfirleitt ekki fleiri en 2-5% af öllum nýjum fyrirtækjum sem eru stofnuð. Mikilvægi þessara fyrirtækja hefur ýtt af stað rannsóknum sem ganga út á að gera greinarmun á eiginleikum þessara fyrirtækja og annarra sem vaxa hægar. Ein niðurstaða sem hefur komið fram í þessum rannsóknum en margir halda ranglega á lofti er að þessi fyrirtæki snúast ekki endilega um verulega nýsköpun, nýnæmi eða eru hluti af hátæknigeira eða einhverjum nýjum atvinnugeirum. Gasellur geta orðið til í flestum atvinnugeirum og snúast oft miklu frekar um að grípa tækifærið, góð úrræði, framtíðarsýn, tengslanet og skynsamlega notkun auðlinda - þar á meðal starfsmanna. Reyndar hefur orðið til talsverð flóra af kenningum sem fjalla um einkenni slíkra fyrirtækja en engu að síður hefur skapast talsverður skilningur á hvað er mikilvægt að leggja áherslu á til þess að skapa fyrirtæki sem eiga möguleika á að verða gasellur framtíðarinnar. Hér á landi hefur Klak - Nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins búið til vettvang fyrir uppbyggingu slíkra fyrirtækja sem nefnist Viðskiptasmiðjan - Hraðbraut nýrra fyrirtækja.Það sem er einstætt við þessa hraðbraut er að hún byggir á þeirri vitneskju sem við höfum um gasellur og ný og árangursrík fyrirtæki. Ísland hefur þar með tekið stökk í frumkvöðlamálum og er að vissu leyti búið að ná upp tíu ára forskoti nágrannaþjóða okkar á þessum vettvangi. Það er hins vegar mikilvægt að þessi hraðbraut verði nýtt eins vel og kostur er til þess að byggja upp fyrirtæki sem geta skapað atvinnu og verðmæti sem eru ekki einungis mikilvæg fyrir Ísland til skamms tíma heldur nauðsynleg fyrir framtíð Íslands.Höfundur er framkvæmdastjóri Klaks - Nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins og dósent við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun