Erlent

Bannað að reykja heima hjá sér

Óli Tynes skrifar

Þótt reykingar hafi lengi verið bannaðar á öllum opinberum stöðum í Bandaríkjunum hefur fólk þó ráðið því hvað það gerir inni á heimilum sínum. Ekki lengur.

Það eru farin að koma upp skilti í fjölbýlishúsum þar sem reykingar eru bannaðar. Á Lexinton Avenue í New York er til dæmis verið að leggja lokahönd á 298 íbúða fjölbýlishús þar sem reykingar verða algerlega bannaðar.

Fólk má ekki reykja heima hjá sér, ekki úti á svölunum og jafnvel ekki úti á stórri lóðinni sem umlykur turninn.

Þeir sem fá sér þar íbúðir verða að undirrita skjal þess efnis að hvorki þeir sjálfir né gestir þeirra fái sér smók.

Ef þetta er brotið hefur húsfélagið rétt til að draga þá fyrir dómstóla.

Reykingafólk er skiljanlega ekki hrifið af þessu, ekki síst ef það hefur búið í fjölbýlishúsi í mörg ár.

Eftir málaferli varð niðurstaðan sú að ekki mætti gera reykingabannið afturvirkt. Þeir sem fluttu inn áður en bannið var sett mega halda áfram að reykja heima hjá sér.

Nýir íbúar verða hinsvegar að hlíta banninu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×