Innlent

Íþróttasamband álykti um KSÍ

Kampavín.
Kampavín.

Femínistafélag Íslands, Samtök um kvennaathvarf og Stígamót fordæma niðurstöðu KSÍ í máli fjármálastjóra félagsins.

Sá var, sem kunnugt er, ekki dreginn til frekari ábyrgðar á dögunum fyrir að hafa notað greiðslukort KSÍ inni á svissneskum súlustað árið 2005. Samtökin þrjú segja það óviðunandi að stjórn KSÍ víki ekki eftir máttleysisleg viðbrögð hennar.

Íþróttahreyfingin þiggi háar fjárhæðir frá foreldrum og hinu opinbera. Samtökin þrjú krefja því Íþróttasamband Íslands um afstöðu til málsins.- kóþ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×