Samstarfsfélag Símans í Bretlandi skráð á markað 28. júní 2009 08:56 Daisy Communications, samstarfsfélag Símans í Bretlandi verður skráð á AIM markaðinn í London á næstunni, jafnvel strax í þessari viku. Talið er að skráningin skili 200 milljónum punda eða um 42 milljörðum kr. Daisy og Síminn reka í sameiningu félagið Daisy Mobile á breska fjarskiptamarkaðinum. Í frétt um málið í breska blaðinu The Times segir að samhliða skráningunni sé Daisy að afla sér fjármagns til þess að kaupa eða yfirtaka önnur félög. Daisy hefur vaxið einna hraðast af félögum á breska fjarskiptamarkaðinum á undanförnum árum. Matthew Riley forstjóri Daisy hlaut viðurkenningu sem viðskiptamaður ársins hjá Royal Bank of Scotland árið 2007 og hefur verið á miklu flugi síðan. Viðurkenningunni fylgdu fimm milljónir punda í vaxtalausu láni og ráðgjöf frá sir Philip Green. Talið er að Green hafi ráðlagt honum að setja Daisy á markaðinn núna. Daisy á í viðræðum um samruna við Freedon4Group, áður þekkt sem Pipex, og Vialtus fyrrum fyrirtækjaþjónustu Pipex á fjarskiptasviðinu. Gangi þetta eftir fyrir skráninguna mun Riley eignast 25% hlut í hinu sameinaða félagi og fær um 30 milljónir punda í reiðufé í sinn hlut. Áætlað er að velta hins sameinaða félags nemi 100 milljónum punda á ári. Síminn sameinaði félag sitt í Bretlandi, Aerofone UK, við breska félagið og myndað nýtt félag undir heitinu Daisy Mobile í síðasta mánuði. Um var að ræða fyrsta samninginn sem Daisy gerði á þessu fjárhagsári. Samningurinn gerir Daisy kleyft að auka við umfangið á fastlínukerfi sínu með því að fá inn sérhæfða farsímaþjónustu fyrir smærri til meðalstór fyrirtæki í Bretlandi. Matthew Riley forstjóri Daisy var ánægður með sameiningu félaganna. Verkefnið væri árangur af leit Daisy að farsímaþjónustu sem staðið hafi í nokkurn tíma. „Við erum hæstánægðir með að tækifærið með Aerofone kom upp," sagði Riley í tilkynningu um málið. „Aerofone er augljóslega þekkt merki á farsímasviðinu." Riley var áður sölumaður hjá Deutche Telekom en hann stofnaði Daisy árið 2001 í Leeds og var þá með þrjá starfsmenn. Nú ætlar hann að berjast við BT á breska markaðinum en BT ræður 60% af honum. „Við ætlum að vera Davíð á móti þeirra Golíat," segir Riley. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Daisy Communications, samstarfsfélag Símans í Bretlandi verður skráð á AIM markaðinn í London á næstunni, jafnvel strax í þessari viku. Talið er að skráningin skili 200 milljónum punda eða um 42 milljörðum kr. Daisy og Síminn reka í sameiningu félagið Daisy Mobile á breska fjarskiptamarkaðinum. Í frétt um málið í breska blaðinu The Times segir að samhliða skráningunni sé Daisy að afla sér fjármagns til þess að kaupa eða yfirtaka önnur félög. Daisy hefur vaxið einna hraðast af félögum á breska fjarskiptamarkaðinum á undanförnum árum. Matthew Riley forstjóri Daisy hlaut viðurkenningu sem viðskiptamaður ársins hjá Royal Bank of Scotland árið 2007 og hefur verið á miklu flugi síðan. Viðurkenningunni fylgdu fimm milljónir punda í vaxtalausu láni og ráðgjöf frá sir Philip Green. Talið er að Green hafi ráðlagt honum að setja Daisy á markaðinn núna. Daisy á í viðræðum um samruna við Freedon4Group, áður þekkt sem Pipex, og Vialtus fyrrum fyrirtækjaþjónustu Pipex á fjarskiptasviðinu. Gangi þetta eftir fyrir skráninguna mun Riley eignast 25% hlut í hinu sameinaða félagi og fær um 30 milljónir punda í reiðufé í sinn hlut. Áætlað er að velta hins sameinaða félags nemi 100 milljónum punda á ári. Síminn sameinaði félag sitt í Bretlandi, Aerofone UK, við breska félagið og myndað nýtt félag undir heitinu Daisy Mobile í síðasta mánuði. Um var að ræða fyrsta samninginn sem Daisy gerði á þessu fjárhagsári. Samningurinn gerir Daisy kleyft að auka við umfangið á fastlínukerfi sínu með því að fá inn sérhæfða farsímaþjónustu fyrir smærri til meðalstór fyrirtæki í Bretlandi. Matthew Riley forstjóri Daisy var ánægður með sameiningu félaganna. Verkefnið væri árangur af leit Daisy að farsímaþjónustu sem staðið hafi í nokkurn tíma. „Við erum hæstánægðir með að tækifærið með Aerofone kom upp," sagði Riley í tilkynningu um málið. „Aerofone er augljóslega þekkt merki á farsímasviðinu." Riley var áður sölumaður hjá Deutche Telekom en hann stofnaði Daisy árið 2001 í Leeds og var þá með þrjá starfsmenn. Nú ætlar hann að berjast við BT á breska markaðinum en BT ræður 60% af honum. „Við ætlum að vera Davíð á móti þeirra Golíat," segir Riley.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira