Innlent

Brotist inn í tvo söluturna

Nóttin var tiltölulega róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Talsverður fjöldi fólks var og í miðborginni og karnival stemning, að sögn aðalvarðstjóra. Nokkur ölvun var að sjá en engin líkamsárás vart tilkynnt til lögreglu.

Brotist var inn í söluturna í Hafnarfirði og Breiðholti í nótt og það stolið vindlingum. Í söluturninum í Breiðholti var tölvu einnig stolið.

Á þriðja tímanum í nótt stöðvaði lögregla för bifreiðar sem ekið var á 169 kílómetrahraða í Ártúnsbrekku en þar er leyfilegur hámarkshraði 80 kílómetrar á klukkustund. Ökumaðurinn sem var karlmaður á þrítugsaldri reyndist ölvaður og próflaus að auki. Hann var vistaður í fangageymslu og mun þurfa að gera hreint fyrir sínum dyrum í dag.

Tveir aðrir voru teknir grunaðir um ölvun við akstur og þá var einn ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×