Jólaverslunin: Samdráttur í fyrsta sinn frá 2001 13. janúar 2009 14:33 MYND/Teitur Velta í dagvöruverslun dróst saman um 10,4 prósent á föstu verðlagi í desember miðað við sama mánuð árið áður. Á breytilegu verðlagi jókst veltan um 18,2 prósent á sama tímabili. Þetta þýðir að jólaverslunin minnkaði að raunvirði þó neytendur hafi þurft að verja fleiri krónum til innkaupanna en árið áður. Verð á dagvöru hækkaði um 32 prósent á einu ári, frá desember 2007 til desember 2008, að því er fram kemur í smásöluvísitölu Rannsóknarseturs verslunarinnar á Bifröst. Í frétt um málið á heimasíðu Rannsóknarsetursins er bent á að velta dagvöruverslunar í desember var minni að raunvirði en hún var bæði í desember 2007 og desember 2006. „Þetta er í fyrsta sinn frá því að farið var að birta smásöluvísitöluna árið 2001 að veltan minnkar að raunvirði milli ára ef miðað er við desemberveltu og því enn óvenjulegra að fara þurfi þrjú ár aftur í tímann til að finna minni veltu í dagvöruverslun í desember," segir í fréttinni. „Verslun með mat, drykkjarvöru og aðrar nauðsynjar er venjulega ónæmari fyrir sveiflum í fjárhagslegri afkomu heimilanna en dýrari sérvörur. Ætla mætti að meðal skýringa væri minni mannfjöldi milli ára, en svo er ekki. Samkvæmt mannfjöldaskrá Hagstofunnar voru landsmenn 6.884 fleiri 1. des. 2008 en árið áður," segir ennfremur. Minni sala í áfengi, fötum og skóm „Sala á áfengi minnkaði um 9,1% í desember miðað við sama mánuð árið áður á föstu verðlagi og jókst um 16,5% á breytilegu verðlagi. Verð á áfengi hækkaði um 28.1% í desember síðastliðnum miðað við sama mánuð árið áður samkvæmt verðmælingu Hagstofu Íslands. Fataverslun minnkaði einnig í desember. Velta fataverslunar var 22,8% minni í desember á föstu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra og dróst saman um 5,5% á breytilegu verðlagi á sama tímabili. Verð á fötum hækkaði um 22,3% á einu ári," segir í tilkynningu frá Rannsóknarsetrinu. Þá er bent á að álíka samdráttur hafi verið í veltu skóverslana og þannig minnkaði velta skóverslunar um 22,6 prósent í desember á föstu verðlagi og um 10,7 prósent á breytilegu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra. „Það er til marks um samdrátt í skóverslun í desember að hún var aðeins 5% meiri en í janúar sama ár, mælt á föstu verðlagi. Verð á skóm hækkaði um 11,6% á síðastliðnum 12 mánuðum," segir einnig. Mikill samdráttur í húsgagnaverslun Húsgagnaverslanir fóru heldur ekki varhluta af samdrættinum og í desember minnkaði velta slíkum verslunum um 51,3 prósent á föstu verðlagi miðað við desember í fyrra og um 36,6 prósent á breytilegu verðlagi. „Húsgagnaverslun dróst einnig saman í desember miðað við mánuðinn þar á undan um 5,5% á föstu verðlagi. Verð á húsgögnum hefur hækkað um 30,1% á síðastliðnum 12 mánuðum." Samdráttur í sérvöruverslun í jólamánuðinum var mun meiri en í dagvöru samkvæmt smásöluvísitölunni. Það er sérsaklega áberandi í húsgagnaverslun sem dróst saman um 51,3% milli ára að raunvirði. Nánar má kynna sér málið hér. Mest lesið Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Velta í dagvöruverslun dróst saman um 10,4 prósent á föstu verðlagi í desember miðað við sama mánuð árið áður. Á breytilegu verðlagi jókst veltan um 18,2 prósent á sama tímabili. Þetta þýðir að jólaverslunin minnkaði að raunvirði þó neytendur hafi þurft að verja fleiri krónum til innkaupanna en árið áður. Verð á dagvöru hækkaði um 32 prósent á einu ári, frá desember 2007 til desember 2008, að því er fram kemur í smásöluvísitölu Rannsóknarseturs verslunarinnar á Bifröst. Í frétt um málið á heimasíðu Rannsóknarsetursins er bent á að velta dagvöruverslunar í desember var minni að raunvirði en hún var bæði í desember 2007 og desember 2006. „Þetta er í fyrsta sinn frá því að farið var að birta smásöluvísitöluna árið 2001 að veltan minnkar að raunvirði milli ára ef miðað er við desemberveltu og því enn óvenjulegra að fara þurfi þrjú ár aftur í tímann til að finna minni veltu í dagvöruverslun í desember," segir í fréttinni. „Verslun með mat, drykkjarvöru og aðrar nauðsynjar er venjulega ónæmari fyrir sveiflum í fjárhagslegri afkomu heimilanna en dýrari sérvörur. Ætla mætti að meðal skýringa væri minni mannfjöldi milli ára, en svo er ekki. Samkvæmt mannfjöldaskrá Hagstofunnar voru landsmenn 6.884 fleiri 1. des. 2008 en árið áður," segir ennfremur. Minni sala í áfengi, fötum og skóm „Sala á áfengi minnkaði um 9,1% í desember miðað við sama mánuð árið áður á föstu verðlagi og jókst um 16,5% á breytilegu verðlagi. Verð á áfengi hækkaði um 28.1% í desember síðastliðnum miðað við sama mánuð árið áður samkvæmt verðmælingu Hagstofu Íslands. Fataverslun minnkaði einnig í desember. Velta fataverslunar var 22,8% minni í desember á föstu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra og dróst saman um 5,5% á breytilegu verðlagi á sama tímabili. Verð á fötum hækkaði um 22,3% á einu ári," segir í tilkynningu frá Rannsóknarsetrinu. Þá er bent á að álíka samdráttur hafi verið í veltu skóverslana og þannig minnkaði velta skóverslunar um 22,6 prósent í desember á föstu verðlagi og um 10,7 prósent á breytilegu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra. „Það er til marks um samdrátt í skóverslun í desember að hún var aðeins 5% meiri en í janúar sama ár, mælt á föstu verðlagi. Verð á skóm hækkaði um 11,6% á síðastliðnum 12 mánuðum," segir einnig. Mikill samdráttur í húsgagnaverslun Húsgagnaverslanir fóru heldur ekki varhluta af samdrættinum og í desember minnkaði velta slíkum verslunum um 51,3 prósent á föstu verðlagi miðað við desember í fyrra og um 36,6 prósent á breytilegu verðlagi. „Húsgagnaverslun dróst einnig saman í desember miðað við mánuðinn þar á undan um 5,5% á föstu verðlagi. Verð á húsgögnum hefur hækkað um 30,1% á síðastliðnum 12 mánuðum." Samdráttur í sérvöruverslun í jólamánuðinum var mun meiri en í dagvöru samkvæmt smásöluvísitölunni. Það er sérsaklega áberandi í húsgagnaverslun sem dróst saman um 51,3% milli ára að raunvirði. Nánar má kynna sér málið hér.
Mest lesið Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira