Viðskipti innlent

Róbert Wessman og Björgólfur vilja eignast hlut í vinsælum íþróttaklúbbi

La Manga golfvellirnir eru hinir glæsilegustu. Mynd/ AFP.
La Manga golfvellirnir eru hinir glæsilegustu. Mynd/ AFP.
Róbert Wessman og Björgólfur Thor Björgólfsson munu eignast hlut í La Manga klúbbnum, á suðurhluta Spánar, verði áætlanir þeirra að veruleika.

Fyrir fáeinum árum keypti AB Capital, sem er félag í eigu þeirra Róberts og Björgólfs, allt byggingarland í kringum La Manga klúbbinn og hugðust þeir byggja þar. Róbert segir að stuttu eftir að landið hafi verið keypt hafi komið upp spillingarmál á Spáni sem tengdust byggingarleyfum. Þetta hafi orðið til þess að ekki voru gefin út nein byggingarleyfi á suðurhluta Spánar um skeið. Nú sé hins vegar byrjað að vinna í leyfismálum aftur og Róbert segir að þeir Björgólfur hafi náð samningi við LA Manga klúbbinn fyrir um það bil átta vikum um að klúbburinn sjái um byggingarleyfi og heildarskipulag á byggingarsvæðinu.

Róbert segir að þeir Björgólfur séu nú í samningaviðræðum um að La Manga klúbburinn taki yfir byggingarlandið og þeir eignist hlut í klúbbnum í staðinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×