Vilhjálmur Bjarna: SPRON á alvarlegasta glæpinn 9. september 2009 11:25 Vilhjálmur Bjarnason formaður Samtaka fjárfesta segir að stjórn SPRON hafi staðið fyrir alvarlegasta glæpnum á verðbréfamarkaðinum sem framinn hefur verið hér á landi sumarið 2007. Þá var opinn markaður í þrjár vikur með stofnfjárhluti í SPRON fram að skráningu sparisjóðsins í kauphöllina. Á þessum tíma seldu stjórnarmenn í SPRON umtalsvert af stofnfjárhlutum og var Gunnar Gíslason umfangsmestur í þeim viðskiptum að sögn Vilhjálms. Hann nefnir einnig Ásgeir Baldurs og Hildi Pedersen auk Áslaugar Viggósdóttur eiginkonu Guðmundar Haukssonar. Mál Áslaugar komst í hámæli í gærdag eftir að Hæstiréttur skipaði formanni skilanefndar SPRON að upplýsa um nafn hennar sem seljanda að stofnfjárhlut til Davíðs Hanssonar. Vilhjálmur segir einnig að fólk tengt Guðmundi Haukssyni þáverandi forstjóra SPRON hafi selt mikið af stofnfjárhlutum á fyrrgreindum þremur vikum. Viðskiptin í heild nemi sennilega á bilinu 4-5 milljörðum kr. en þeir sem keyptu hlutina töpuðu stórum upphæðum á þeim kaupum. Mál SPRON var til umræðu á fundi hjá Samtökum fjárfesta í gærdag. Vilhjálmur segir augljóst að stjórn SPRON hafi beitt blekkingum með skipulögðum hætti í aðdraganda þess að sparisjóðurinn var skráður í kauphöllina. „Á þessum tíma var SPRON nær óstarfhæfur vegna þess hve reksturinn gekk illa," segir Vilhjálmur. „Hækkun á hutum í Exista hélt SPRON á floti og eiginfjárstaðan var svo lítil að henni var haldið uppi með víkjandi lánum frá Kaupþingi." Vilhjálmur segir að í þessari stöðu hafi hluti af stjórnarmönnum SPRON selt stofnfjárhluti til fjárfesta sem ekki vissu um raunverulega stöðu SPRON. „Þessi markaður með stofnfjárhlutina átti að virka eins og kauphallarviðskipti þessar þrjár vikur en án allra þeirra reglna sem gilda um slík viðskipti í kauphöllinni," segir Vilhjálmur. Eins og fram hefur komið áttu stjórnarmennirnir aðgang að verðmati á SPRON sem gert hafði verið fyrir skráninguna í kauphöllina. Þegar það verðmat var gert opinbert var það gagnrýnt af mörgum sem alltof hátt og ekki í samræmi við raunverulega stöðu SPRON á þessum tíma. Davíð Hansson ætlar í mál til að fá kaupum sínum á stofnfjárhlut frá Ásdísi Viggósdóttur rift. Vilhjálmur segir að fáist sú niðurstaða fyrir Hæstarétti megi reikna með að aðrir sem keyptu sína hluti á sama tíma og Davíð muni einnig fá sínum kaupum rift. Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Vilhjálmur Bjarnason formaður Samtaka fjárfesta segir að stjórn SPRON hafi staðið fyrir alvarlegasta glæpnum á verðbréfamarkaðinum sem framinn hefur verið hér á landi sumarið 2007. Þá var opinn markaður í þrjár vikur með stofnfjárhluti í SPRON fram að skráningu sparisjóðsins í kauphöllina. Á þessum tíma seldu stjórnarmenn í SPRON umtalsvert af stofnfjárhlutum og var Gunnar Gíslason umfangsmestur í þeim viðskiptum að sögn Vilhjálms. Hann nefnir einnig Ásgeir Baldurs og Hildi Pedersen auk Áslaugar Viggósdóttur eiginkonu Guðmundar Haukssonar. Mál Áslaugar komst í hámæli í gærdag eftir að Hæstiréttur skipaði formanni skilanefndar SPRON að upplýsa um nafn hennar sem seljanda að stofnfjárhlut til Davíðs Hanssonar. Vilhjálmur segir einnig að fólk tengt Guðmundi Haukssyni þáverandi forstjóra SPRON hafi selt mikið af stofnfjárhlutum á fyrrgreindum þremur vikum. Viðskiptin í heild nemi sennilega á bilinu 4-5 milljörðum kr. en þeir sem keyptu hlutina töpuðu stórum upphæðum á þeim kaupum. Mál SPRON var til umræðu á fundi hjá Samtökum fjárfesta í gærdag. Vilhjálmur segir augljóst að stjórn SPRON hafi beitt blekkingum með skipulögðum hætti í aðdraganda þess að sparisjóðurinn var skráður í kauphöllina. „Á þessum tíma var SPRON nær óstarfhæfur vegna þess hve reksturinn gekk illa," segir Vilhjálmur. „Hækkun á hutum í Exista hélt SPRON á floti og eiginfjárstaðan var svo lítil að henni var haldið uppi með víkjandi lánum frá Kaupþingi." Vilhjálmur segir að í þessari stöðu hafi hluti af stjórnarmönnum SPRON selt stofnfjárhluti til fjárfesta sem ekki vissu um raunverulega stöðu SPRON. „Þessi markaður með stofnfjárhlutina átti að virka eins og kauphallarviðskipti þessar þrjár vikur en án allra þeirra reglna sem gilda um slík viðskipti í kauphöllinni," segir Vilhjálmur. Eins og fram hefur komið áttu stjórnarmennirnir aðgang að verðmati á SPRON sem gert hafði verið fyrir skráninguna í kauphöllina. Þegar það verðmat var gert opinbert var það gagnrýnt af mörgum sem alltof hátt og ekki í samræmi við raunverulega stöðu SPRON á þessum tíma. Davíð Hansson ætlar í mál til að fá kaupum sínum á stofnfjárhlut frá Ásdísi Viggósdóttur rift. Vilhjálmur segir að fáist sú niðurstaða fyrir Hæstarétti megi reikna með að aðrir sem keyptu sína hluti á sama tíma og Davíð muni einnig fá sínum kaupum rift.
Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira