Viðskipti innlent

Krafa Fons í þrotabú Baugs samþykkt að mestu

Pálmi Haraldsson.
Pálmi Haraldsson.

Skiptastjórar þrotabús Baugs féllust að miklu leyti á kröfur þrotabús Fons sem gerðar voru í búið. Fons var með kröfu upp á 4.6 milljarða í þrotabúið og var höfuðstóll kröfunnar samþykktur, eða tæpir 3,2 milljarðar. Þrotabú Baugs átti hinsvegar kröfu í þrotabú Fons að fjárhæð 310 milljóna og var sú krafa því skuldajöfnuð. Að auki var vaxtakröfu Fons hafnað að svo stöddu.

Fons var eignarhaldsfélag athafnamannsins Pálma Haraldssonar sem í gegnum tíðina hefur átt töluverð viðskipti við Baug og tengd félög.








Tengdar fréttir

Hafna milljarðakröfum baugsfjölskyldunnar í Baug

Skiptastjórar þrotabús Baugs hafna rúmlega átta milljarða króna kröfu félaganna Gaums og Haga, en þau eru bæði í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu. Alls eru tæplega nítján prósent krafna samþykktar, en líklegt er að dómstólar muni úrskurða um hluta krafnanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×