Viðskipti innlent

Lífleg viðskipti með bréf í Össuri

Töluvert líf hefur verið með viðskipti í Össuri í kauphöllinni í morgun eða fyrir rúmlega 21 milljón kr. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,07% og stendur í tæpum 265 stigum.

Össur hefur hækkað um 0,45% í þessum viðskiptum. Tvö önnur félög hafa hreyfst í litlum viðskiptum, Bakkavör hefur hækkað um 2,9% og Atlantic Petroleum hefur lækkað um 3%.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×