Erfiðasta ár í 13 ára sögu VBS gert upp Óli Kristján Ármannsson skrifar 16. apríl 2009 06:00 Jón Þórisson Hagnaður VBS fjárfestingarbanka eftir skatta dróst saman um tæpan þriðjung milli ára, samkvæmt uppgjöri sem birt var fyrir páska. Hagnaður bankans árið 2008 nam 1,1 milljarði króna, 29,3 prósentum minna en árið áður. Þá breytir einnig niðurstöðu uppgjörsins nokkuð lán ríkisins til bankans vegna endurhverfra viðskipta við Seðlabankann upp á 26,4 milljarða króna. Alþjóðlegar reikningsskilareglur kveða á um að lánið sé núvirt miðað við lánakjör sem bankanum stæðu almennt til boða á markaði og mismunurinn, 9,4 milljarðar króna, færður til tekna í rekstrarreikningi. Væri ekki tillit tekið til þeirrar færslu myndi tap bankans fyrir skatta nema tæpum 7,8 milljörðum króna. Samkvæmt reikningnum nemur eigið fé VBS um 8,9 milljörðum króna og er eiginfjárhlutfall bankans (CAD) 17,4 prósent í árslok 2008. Jón Þórisson, forstjóri VBS, segir hins vegar ekki hægt að draga þá ályktun bankinn hefði farið niður fyrir lögbundið eiginfjárhlutfall hefði ekki komið til tekjufærslu á hluta láns ríkisins, því þótt rekstrarniðurstaðan hefði verið önnur þá séu áhrifin ekki þau sömu á eiginfjárgrunninn. „Eins og sjá má í efnahagsreikningi hækka víkjandi lán. Við seldum í desember og janúar víkjandi lán. Víkjandi bréf hafa áhrif inn í eiginfjárútreikninga og því ekki hægt að gefa sér að það hlutfall hefði skaðast með sama hætti,“ bendir hann á, en kveður þó ekki hafa verið reiknað út hver niðurstaðan hefði orðið án tekjufærslunnar af láninu. „Þegar verið var að semja um þessa skuld varð fljótlega ljóst hvaða áhrif hún hefði á efnahags- og rekstrarreikninginn. Við hefðum að öðrum kosti lagt meira kapp á að klára sölu víkjandi bréfa, en núna eru þau að mestu frá og enn verið að vinna í að létta á efnahagsreikningnum með sölu eigna.“ Sem dæmi nefnir Jón að í síðustu viku hafi verið seldar eignir sem lækki efnahagsreikninn sem nemur nokkrum milljörðum. „En við að efnahagsreikningur dregst saman verður vægi eiginfjárins þeim mun meira.“ Í tilkynningu um uppgjör VBS kemur fram að árið 2008 hafi án efa verið „það erfiðasta í þrettán ára sögu VBS fjárfestingarbanka“ og einkennst af þröngri lausafjárstöðu á fyrri hluta árs, samdrætti á fasteignamarkaði og loks hamförum á íslenskum fjármálamarkaði með falli stóru bankanna. Jón segir enda aldrei hafa verið flóknara að koma saman uppgjöri, sem hafi tafist meðan gengið hafi verið frá ýmsum lausum endum. „Við þurfum að leggja mat á fjölda þátta á borð við undirliggjandi tryggingar fyrir lánasafni, endurgreiðsluhæfi viðskiptavina og fleira slíkt. Til þess að undirbyggja þetta gengur ekki annað en leggjast í ítarlega greiningarvinnu og í tengslum við þetta uppgjör fórum við til dæmis í að verðmeta stóran hluta þeirra eigna sem liggja til grundvallar útlánum okkar,“ segir hann og kveður 95 prósent allra útlána bankans hafa verið skoðuð og meðhöndluð frá grunni, í stað þess að styðjast við þróun frá tímabili til tímabils. „Í öðru lagi var fjöldi þátta í umhverfinu sem voru óljósir sem þurfti að leggjast yfir hvernig rökrétt væri að færa. Í þriðja lagi voru það svo gangvirðisfærslur fjáreigna og ekki sama hvernig farið yrði með þann þátt. Allt jók þetta flækjustigið og vonandi ekki mörg uppgjör sem verða eftirminnileg með þessum hætti vegna aðstæðna. „Niðurstaðan sem við komumst að í þessu uppgjöri er að við erum búin að færa til hliðar tæpan þriðjung af útlánasafninu með það að leiðarljósi að gefa gleggsta mynd af verðmæti safnsins.“ Hann segir vonir vitanlega standa til að þessi verðmæti náist til baka í meira mæli en nú sé ráð fyrir gert, en að á þessum tímapunkti hefði verið órökrétt annað en standa svona að málum. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Hagnaður VBS fjárfestingarbanka eftir skatta dróst saman um tæpan þriðjung milli ára, samkvæmt uppgjöri sem birt var fyrir páska. Hagnaður bankans árið 2008 nam 1,1 milljarði króna, 29,3 prósentum minna en árið áður. Þá breytir einnig niðurstöðu uppgjörsins nokkuð lán ríkisins til bankans vegna endurhverfra viðskipta við Seðlabankann upp á 26,4 milljarða króna. Alþjóðlegar reikningsskilareglur kveða á um að lánið sé núvirt miðað við lánakjör sem bankanum stæðu almennt til boða á markaði og mismunurinn, 9,4 milljarðar króna, færður til tekna í rekstrarreikningi. Væri ekki tillit tekið til þeirrar færslu myndi tap bankans fyrir skatta nema tæpum 7,8 milljörðum króna. Samkvæmt reikningnum nemur eigið fé VBS um 8,9 milljörðum króna og er eiginfjárhlutfall bankans (CAD) 17,4 prósent í árslok 2008. Jón Þórisson, forstjóri VBS, segir hins vegar ekki hægt að draga þá ályktun bankinn hefði farið niður fyrir lögbundið eiginfjárhlutfall hefði ekki komið til tekjufærslu á hluta láns ríkisins, því þótt rekstrarniðurstaðan hefði verið önnur þá séu áhrifin ekki þau sömu á eiginfjárgrunninn. „Eins og sjá má í efnahagsreikningi hækka víkjandi lán. Við seldum í desember og janúar víkjandi lán. Víkjandi bréf hafa áhrif inn í eiginfjárútreikninga og því ekki hægt að gefa sér að það hlutfall hefði skaðast með sama hætti,“ bendir hann á, en kveður þó ekki hafa verið reiknað út hver niðurstaðan hefði orðið án tekjufærslunnar af láninu. „Þegar verið var að semja um þessa skuld varð fljótlega ljóst hvaða áhrif hún hefði á efnahags- og rekstrarreikninginn. Við hefðum að öðrum kosti lagt meira kapp á að klára sölu víkjandi bréfa, en núna eru þau að mestu frá og enn verið að vinna í að létta á efnahagsreikningnum með sölu eigna.“ Sem dæmi nefnir Jón að í síðustu viku hafi verið seldar eignir sem lækki efnahagsreikninn sem nemur nokkrum milljörðum. „En við að efnahagsreikningur dregst saman verður vægi eiginfjárins þeim mun meira.“ Í tilkynningu um uppgjör VBS kemur fram að árið 2008 hafi án efa verið „það erfiðasta í þrettán ára sögu VBS fjárfestingarbanka“ og einkennst af þröngri lausafjárstöðu á fyrri hluta árs, samdrætti á fasteignamarkaði og loks hamförum á íslenskum fjármálamarkaði með falli stóru bankanna. Jón segir enda aldrei hafa verið flóknara að koma saman uppgjöri, sem hafi tafist meðan gengið hafi verið frá ýmsum lausum endum. „Við þurfum að leggja mat á fjölda þátta á borð við undirliggjandi tryggingar fyrir lánasafni, endurgreiðsluhæfi viðskiptavina og fleira slíkt. Til þess að undirbyggja þetta gengur ekki annað en leggjast í ítarlega greiningarvinnu og í tengslum við þetta uppgjör fórum við til dæmis í að verðmeta stóran hluta þeirra eigna sem liggja til grundvallar útlánum okkar,“ segir hann og kveður 95 prósent allra útlána bankans hafa verið skoðuð og meðhöndluð frá grunni, í stað þess að styðjast við þróun frá tímabili til tímabils. „Í öðru lagi var fjöldi þátta í umhverfinu sem voru óljósir sem þurfti að leggjast yfir hvernig rökrétt væri að færa. Í þriðja lagi voru það svo gangvirðisfærslur fjáreigna og ekki sama hvernig farið yrði með þann þátt. Allt jók þetta flækjustigið og vonandi ekki mörg uppgjör sem verða eftirminnileg með þessum hætti vegna aðstæðna. „Niðurstaðan sem við komumst að í þessu uppgjöri er að við erum búin að færa til hliðar tæpan þriðjung af útlánasafninu með það að leiðarljósi að gefa gleggsta mynd af verðmæti safnsins.“ Hann segir vonir vitanlega standa til að þessi verðmæti náist til baka í meira mæli en nú sé ráð fyrir gert, en að á þessum tímapunkti hefði verið órökrétt annað en standa svona að málum.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira