Viðskipti innlent

Minni velta með hækkandi sól

Íslenska kauphöllin
Íslenska kauphöllin
Hratt hefur dregið úr veltu á hlutabréfamarkaði hér eftir því sem sól hefur hækkað á lofti. Á mánudag slagaði hún rétt yfir 320 þúsund króna markið í sex viðskiptum en fáir muna eftir svo lélegum heimtum. Þetta er talsverð breyting frá því best lét á árunum fyrir hrun. Eins og gefur að skilja eru nokkuð eðlilegar skýringar á þróun mála. Bæði fór fjármálalífið á hliðina í fyrrahaust með þeim afleiðingum að ryk safnast upp á verðbréfadeildum bankanna auk þess sem fáir hafa alla nennu til að hugsa um væntan hlutabréfagróða þegar sól hækkar á lofti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×