Viðskipti innlent

LSS afþakkaði öll tilboði í skuldabréfaútboði

Lánasjóður sveitarfélaga (LSS) ákvað að afþakka öll tilboð sem bárust í skuldabréfaútboð sjóðsins í gær. Þátttaka var dræm í útboðinu en sjóðurinn hafði stefnt að því að afla a.m.k. tveggja milljarða kr.

Í tilkynningu segir að Lánasjóður sveitarfélaga var með skuldabréfaútboð í flokki LSS150224 þann 29. maí 2009. Alls bárust tilboð að nafnvirði ISK 1.265.000.000.

Ávöxtunarkrafa tilboða var á bilinu 5,4%-6,0%. Ákveðið var að afþakka öll tilboð að þessu sinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×