Viðskipti innlent

Nýja Kaupþing kærir forsvarsmenn Exista til sérstaks saksóknara

Nýi Kaupþing banki hefur kært forsvarsmenn Exista til sérstaks saksóknara vegna sölu á hlut Exista í Bakkavör Group þann 11. september 2009 samkvæmt tilkynningu frá bankanum.

Þar segir að Það sé mat Nýja Kaupþings að forsvarsmenn Exista hafi fyrir hönd félagsins orðið uppvísir af skilasvikum er varða 250. grein almennra

hegningarlaga með sölunni.

Þá segir jafnframt í tilkynningu að Nýja Kaupþing muni leita viðeigandi einkaréttarlegra úrræða samhliða kærunni til saksóknara.

Þá hefur Nýja Kaupþing kært til sérstaks saksóknara forsvarsmenn Exista og þá starfsmenn Deloitte og Logos lögmannsþjónustu sem önnuðust tilkynningu til hlutafjárskrár vegna hlutafjáraukningar Exista í desember 2008.

Að mati bankans fer háttsemi viðkomandi aðila gegn lögum um hlutafélög.

Refsing fyrir skilasvik varðar allt að sex ára fangelsi samkvæmt almennum hegningarlögum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×