Viðskipti innlent

Áfangastaðir Iceland Express aldrei verið fleiri

Iceland Express ætlar að hefja flug til Lúxemborgar næsta sumar. Flogið verður tvisvar í viku frá og með 1. júni, á þriðjudögum og fimmtudögum. Þar með fjölgar áfangastöðum félagsins í 22 og hafa aldrei verið fleiri. Nýverið hefur félagið tilkynnt um áætlunarflug til Mílanó á Ítalíu og Birmingham í Bretlandi.

 

Í tilkynningu segir að íslenskt flugfélag hefur áður flogið til Lúxemborgar, en Loftleiðir hófu flug þangað 21. maí árið 1955 og átti það eftir að standa lengi til mikilla hagsbóta fyrir bæði löndin. Loftleiðamenn gerðu raunar Lúxemborg að aðalstöð sinni í Evrópu, en skömmu áður hafði verið undirritaður loftferðasamningur milli Lúxemborgar og Íslands.

 

Lúxemborg, sem er sjötta smæsta land í heimi, liggur að landamærum Belgíu, Frakklands og Þýskalands og þar búa tæplega 500 þúsund manns. Lúxemborg er stærsta borgin í stórhertogadæminu. Mikil náttúrufegurð er í Lúxemborg og auðvelt að ferðast til nágrannalandanna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×