Viðskipti innlent

NIB kominn í rekstur á hafnarbakkanum í Reykjavík

Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) er kominn í rekstur á hafnarbakkanum í Reykjavík. Bankinn leysti til sín þrjár af eignum Eimskips við hafnarbakkann nýlega og leigir þær svo aftur til A1988 hf. sem er hið nýja nafn yfir skiparekstur Eimskips.

Eignir þær sem hér um ræðir eru skrifstofuhús Eimskips og tvær frystigeymslur og eru eignirnar staðsettar að Korngörðum 2, Sægörðum 2 og við Sundabakka 6. NIB var með veð í þessum eignum fyrir lánum til Eimskips.

Vegna þessara tilfæringa þurftu Faxaflóahafnir að falla frá forkaupsrétti á fyrrgreindum eignum og var gengið frá því máli á síðasta stjórnarfundi Faxaflóahafna.

Gísli Gíslason hafnarstjóri segir í samtali við Fréttastofu að það hafi ekki verið neitt mál að falla frá forkaupsréttinum svo að NIB gæti tekið við eignarhaldinu á þessi eignum. „Enda teljum við að þessi banki sé stöndugur aðili," segir Gísli.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×