Innlent

Lögreglan á Akureyri lýsir eftir stúlku

Ingibjörg Sigurrós Sigurðardóttir.
Ingibjörg Sigurrós Sigurðardóttir.

Lögreglan á Akureyri lýsir eftir Ingibjörgu Sigurrósu Sigurðardóttur.

Ingibjörg er 16 ára gömul, um 168 sm á hæð og 56 kg. Ingibjörg er með dökkleitt hár en ljóst að hluta og hún gengur með gleraugu. Ingibjörg fór frá heimili sínu að morgni 1. maí síðastliðinn og hefur ekkert spurst til hennar síðan. Ingibjörg er líklega í gallabuxum og í grárri hettupeysu.

Þeir sem geta veitt upplýsingar um hvar Ingibjörg Sigurrós er niðurkomin eru beðnir að hafa samband við lögregluna á Akureyri í síma 464 7705.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×