Viðskipti innlent

Íslandsbanki býður greiðslujöfnun á erlendum húsnæðislánum

Íslandsbanki býður , frá og með deginum í dag, upp á greiðslujöfnun erlendra húsnæðislána, sem getur dregið verulega úr greiðslubyrði.

Þetta þýðir að viðskiptavinir greiða sömu greiðslu í íslenskum krónum og gert var annan maí í fyrra. Mismunurinn færist svo aftan á lánstímann og lengir hann eða styttir eftir atvikum.

Í tilkynningu kemur fram að sveiflan á greiðslum um hver mánaðamót verður færð á lánstímann, þannig að gengisbreytingar lenda ekki beint á fólki.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×