Viðskipti innlent

Ísland í 6. sæti í heiminum hvað ljósleiðaratengingar varðar

Mynd GVA
Mynd GVA

Ísland er í 6. sæti meðal þjóða heimsins hvað varðar fjölda ljósleiðaratenginga inn á heimili landsins. Nú er talið að yfir tvær milljónir heimila í Evrópu séu með ljósleiðara tengda til sín og hefur aukning slíkra tenginga numið 18% frá því fyrra og þar til nú.

 

Þetta kemur fram í nýrri könnun sem BBC greinir frá. Í umfjöllun BBC segir að svo virðist sem fjármálakreppan í Evrópu hafi ekki dregið úr áformum um að auka þessar tengingar.

 

Svíar eru efstir á listanum yfir fjölda ljósleiðaratenginga en 10,9% heimila þar í landi hafa slíka tengingu. Raunar eru Norðurlandaþjóðirnar fimm meðal efstu 10 landa Evrópu hvað þetta varðar. Norðmenn eru í öðru sæti með 10,2% heimila, Danmörk í fimmta sæti með 5,7% og Ísland þar rétt á eftir í sjötta sæti með 5,6%. Finnar eru svo í tíunda sætinu með 2,4%.

 

Athygli vekur að hvorki Bretland, Frakkland né Þýskaland komast á topp tíu listann hvað þetta varðar en á honum, auk Norðurlandanna, eru Slóvenía, Andorra, Litáhen, Holland og Slóvakía.

 

Áætlað er að árið 2012 muni 13 milljónir heimila í 35 Evrópuþjóðum verða komin með ljósleiðarateninginu inn til sín. Hraðinn á þessum tengingum verður að lágmarki 100 megabit á sekúndu.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×