Viðskipti innlent

Reiknar með stýrivaxtalækkun í mars

Hagfræðideild Landsbankans reiknar með að Seðlabankinn muni lækka stýrivexti í mars. Þetta kemur fram í daglegu fréttabréfi deildarinnar.

Deildin byggir þetta mat sitt á viðtali við Mark Flanagan formann sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem birtist á vefsíðu sjóðsins í vikunni. Flanagan er nú kominn til landsins en framundan er fyrsta endurskoðun á áætlun sjóðsins fyrir Ísland.

Fram kom í viðtalinu við Flanagan að áframhaldandi stöðugleiki á gengi íslensku krónunnar, batnandi greiðslujöfnuður og lækkandi verðbólga myndu leiða til léttingar á gjaldeyrishöftunum og lækkunar á stýrivöxtum.

Það sem Flanagan nefnir hér er að ganga eftir og því líklegt að stýrivextir verði lækkaðir á næsta vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans í mars.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×