Viðskipti innlent

Cosser hætti við

Steve Cosser
Steve Cosser

Ástralski fjárfestirinn Steve Cosser sem komst nýlega í fréttir þegar hann gerði kauptilboð í Árvakur, Útgáfufélag Morgunblaðsins, hefur afboðað komu sína í Markaðinn á Stöð 2 í kvöld.

Cosser sem átti að vera gestur Björns Inga Hrafnssonar í kvöld hafði staðfest komu sína en á heimasíðu Björns kemur fram að Cosser sé nú hættur við.

„Cosser, sem bauð í Árvakur hf., útgáfufélag Morgunblaðsins, en fékk ekki, mun hafa fundað með fulltrúum Íslandsbanka í morgun vegna málsins, en bankinn fór með málefni Árvakurs og sá um söluferlið. Að höfðu samráði við lögmenn ætlar hann ekki að tjá sig um niðurstöður bankans, í bili að minnsta kosti," skrifar Björn Ingi á heimasíðu sína.

Björn Ingi segist síðan ekki vita hvað þetta þýði en þykist þess fullviss að fjárfestirinn sé ósáttur með málalok. Enda hafi hann sagt í sjónvarpsfréttum í fyrrakvöld að hann væri fullviss að tilboði sínu yrði tekið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×