Viðskipti innlent

Mesti samdráttur kaupmáttar síðan 1989

Kaupmáttur dróst saman um 9,4% á árinu 2008. Hefur hann ekki áður dregist jafn mikið saman frá því að Hagstofan fór að birta vísitölu launa árið 1989. Þetta kemur fram í Hagvísum Seðlabankans sem gefnir voru út í dag.

Þar kemur jafnframt fram að launavísitala fyrir vinnumarkaðinn í heild hækkaði um 0,6% í janúar, að mestu vegna kjarasamningsbundinnar hækkunar launa grunnskólakennara. Árshækkun vísitölunnar var 7,5%.

Í Hagvísunum kemur jafnframt fram að skráð atvinnuleysi jókst um tæpar tvær prósentur milli mánaða í janúar og var 6,6%. Atvinnuleysi að teknu tilliti til árstíðar jókst heldur minna, var 5,4%. og hefur atvinnuleysi að teknu tilliti til árstíðar ekki verið meira frá því um mitt ár 1995. Vert er að benda á að atvinnuleysi hefur aukist um 30% töluvert það sem af er febrúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×