Viðskipti innlent

Gjaldeyrisforðinn rýrnaði um 14,5 milljarða í september

Gjaldeyrisforði Seðlabankans rýrnaði um 14,5 milljarða kr. í september. Þetta kemur fram í efnahagsreikningi bankans. Í lok ágúst nam forðinn 449,2 milljörðum kr. en var 434,7 milljarðar kr. í lok september.

Innistæður ríkissjóðs og ríkisstofnanna minnkuðu um rúmlega 49 milljarða kr. í september. Fóru úr 163,6 milljörðum kr. og niður í 114,4 milljarða kr.

Innistæður á gjaldeyrisreikningum jukust hinsvegar um 8,5 milljarða kr. í mánuðinum. Fóru úr 102,8 milljörðum og í 111,3 milljarða kr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×