Rúnar vann til verðlauna 1. október 2009 04:30 kvikmyndir Anna eftir Rúnar Rúnarsson kvikmyndaleikstjóra var framlag Dana í flokki stuttmynda á Nordisk Panorama og vann þar verðlaun sem besta stuttmyndin. Nordisk Panorama – norrænu heimildar- og stuttmyndahátíðinni lauk í gær. Sýndar voru í Regnboganum verðlaunamyndir sem dómnefndir kváðu upp úr um að væru bestar af þeim 72 myndum sem valdar voru á hátíðina úr enn stærri pakka norrænna kvikmyndaverka. Ágæt aðsókn var á þann fjölda mynda sem sýndur var í Regnboganum þótt kvikmyndaáhugamenn hafi vikuna á undan haft úr enn fleiri titlum að moða á sýningum Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík. Báðar hátíðirnar njóta opinberra styrkja eftir ýmsum leiðum og hefur gætt óánægju með að styrktaraðilar skuli ekki hafa beitt afli sínu til að koma í veg fyrir að þær lentu nánast á sama tíma. Nordisk Panorama er rekin af samtökum kvikmyndagerðarmanna með tilstyrk Kvikmyndamiðstöðvar og Media-áætlunar Evrópusambandsins að stórum hluta en margir aðrir aðilar leggja hönd á plóginn, þar á meðal Reykjavíkurborg og menntamálaráðuneyti. Bæði borg og ríki styrkja Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina sem er einkafyrirtæki. Nordisk Panorama ferðast milli fimm borga á Norðurlöndum og hefur aðsókn erlendra gesta jafna verið góð. Ríkti almenn ánægja með framkvæmd og dagskrá hátíðarinnar á lokahófi hennar sem fór fram á þriðjudagskvöld en stjórnendur hennar hér voru þær Guðrún Þórhannesdóttir og Þóra Gunnarsdóttir. Verðlaun voru veitt fyrir bestu verkin af dómnefndum sem skipaðar voru alþjóðlegum hóp kunnáttumanna í kvikmyndagerð. Hátíðin á í harðri samkepppni ár hvert við nálægar hátíðir um frumsýnd verk og hefur ekki tekist að skipa henni í fremstu röð hátíða á þessum árstíma þar sem fyrir eru á fleti hátíðir í Toronto, Kaupmannahöfn og Amsterdam. Á verðlaunapalli á þriðjudag voru sænskar og danskar myndir fyrirferðarmestar: einn íslenskur höfundur vann til verðlauna; Rúnar Rúnarsson fékk stuttmyndaverðlaunin fyrir mynd sína Önnu, en hann var skráður til keppninnar fyrir hönd Danmerkur. Tvær aðrar myndir voru nefndar sérstaklega í þeirri syrpu; Sara Eliasson frá Noregi fékk viðurkenningu fyrir mynd sína Alle fugler og Patrik Eklund frá Svíþjóð fyrir mynd sína Slitage. Alls voru 40 myndir í þeirri keppni, þeirra á meðal Sugarcube eftir Söru Gunnarsdóttur, Álagablettir eftir Unu Lorenzen og Epic Fail eftir Ragnar Agnarsson. Canal+ sjónvarpsstöðin veitir verðlaun og kaupir til sýninga eina mynd úr dagskránni og var það að þessu sinni sænski leikstjórinn Åsa Johannisson sem fékk verðlaunin fyrir mynd sína Fisk. Besta norræna heimildarmyndin var valin Rauða kapellan eftir Mads Bugger frá Danmörku. Nefndar voru að auki í niðurstöðu dómnefndar myndirnar Side by Side eftir Danann Christian S. Jepsen og mynd Iris Olsson frá Finnlandi, Between Dreams. Aðeins ein íslensk mynd kom til álita, Draumalandið. Í þriðja sinn voru veitt verðlaun ungum kvikmyndagerðarmönnum. Þar unnu til verðlauna þeir William Johansson og Lars Edman frá Svíþjóð fyrir mynd sína Blybarnen sem lýsir hroðalegum afleiðingum málmúrgangs sem fluttur var frá Svíþjóð til Chile á áttunda áratug síðustu aldar. Þeir lýstu því yfir við móttöku verðlaunanna að þá um morguninn hefði þeim borist símtal frá sendiráði Sviþjóðar í Chile um að nú væri afráðið að flytja sjö þúsund manna byggð frá þeim svæðum sem málmúrgangurinn var geymdur á til nýrra heimkynna. Að lokum voru veitt verðlaun fyrir bestu mynd gerða eftir svokallaðri „Open Source“-forskrift, verkum úr myndefni sem ekki er háð höfundarrétti, enda komið á framfæri í gegnum netið af fólki sem tekur þátt í verkefninu. Verðlaunin hlaut myndin 1000 Stories. Verðlaunafé fyrir bestu stuttmynd og bestu heimildarmynd hátíðarinnar var 5.000 evrur. Fyrir bestu mynd í flokki nýrra norænna radda var verðlaunafé 3.500 evrur. Næsta hátíð Nordisk Panorama verður haldin að ári í Bergen. pbb@fréttablaðið.is Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Nordisk Panorama – norrænu heimildar- og stuttmyndahátíðinni lauk í gær. Sýndar voru í Regnboganum verðlaunamyndir sem dómnefndir kváðu upp úr um að væru bestar af þeim 72 myndum sem valdar voru á hátíðina úr enn stærri pakka norrænna kvikmyndaverka. Ágæt aðsókn var á þann fjölda mynda sem sýndur var í Regnboganum þótt kvikmyndaáhugamenn hafi vikuna á undan haft úr enn fleiri titlum að moða á sýningum Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík. Báðar hátíðirnar njóta opinberra styrkja eftir ýmsum leiðum og hefur gætt óánægju með að styrktaraðilar skuli ekki hafa beitt afli sínu til að koma í veg fyrir að þær lentu nánast á sama tíma. Nordisk Panorama er rekin af samtökum kvikmyndagerðarmanna með tilstyrk Kvikmyndamiðstöðvar og Media-áætlunar Evrópusambandsins að stórum hluta en margir aðrir aðilar leggja hönd á plóginn, þar á meðal Reykjavíkurborg og menntamálaráðuneyti. Bæði borg og ríki styrkja Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina sem er einkafyrirtæki. Nordisk Panorama ferðast milli fimm borga á Norðurlöndum og hefur aðsókn erlendra gesta jafna verið góð. Ríkti almenn ánægja með framkvæmd og dagskrá hátíðarinnar á lokahófi hennar sem fór fram á þriðjudagskvöld en stjórnendur hennar hér voru þær Guðrún Þórhannesdóttir og Þóra Gunnarsdóttir. Verðlaun voru veitt fyrir bestu verkin af dómnefndum sem skipaðar voru alþjóðlegum hóp kunnáttumanna í kvikmyndagerð. Hátíðin á í harðri samkepppni ár hvert við nálægar hátíðir um frumsýnd verk og hefur ekki tekist að skipa henni í fremstu röð hátíða á þessum árstíma þar sem fyrir eru á fleti hátíðir í Toronto, Kaupmannahöfn og Amsterdam. Á verðlaunapalli á þriðjudag voru sænskar og danskar myndir fyrirferðarmestar: einn íslenskur höfundur vann til verðlauna; Rúnar Rúnarsson fékk stuttmyndaverðlaunin fyrir mynd sína Önnu, en hann var skráður til keppninnar fyrir hönd Danmerkur. Tvær aðrar myndir voru nefndar sérstaklega í þeirri syrpu; Sara Eliasson frá Noregi fékk viðurkenningu fyrir mynd sína Alle fugler og Patrik Eklund frá Svíþjóð fyrir mynd sína Slitage. Alls voru 40 myndir í þeirri keppni, þeirra á meðal Sugarcube eftir Söru Gunnarsdóttur, Álagablettir eftir Unu Lorenzen og Epic Fail eftir Ragnar Agnarsson. Canal+ sjónvarpsstöðin veitir verðlaun og kaupir til sýninga eina mynd úr dagskránni og var það að þessu sinni sænski leikstjórinn Åsa Johannisson sem fékk verðlaunin fyrir mynd sína Fisk. Besta norræna heimildarmyndin var valin Rauða kapellan eftir Mads Bugger frá Danmörku. Nefndar voru að auki í niðurstöðu dómnefndar myndirnar Side by Side eftir Danann Christian S. Jepsen og mynd Iris Olsson frá Finnlandi, Between Dreams. Aðeins ein íslensk mynd kom til álita, Draumalandið. Í þriðja sinn voru veitt verðlaun ungum kvikmyndagerðarmönnum. Þar unnu til verðlauna þeir William Johansson og Lars Edman frá Svíþjóð fyrir mynd sína Blybarnen sem lýsir hroðalegum afleiðingum málmúrgangs sem fluttur var frá Svíþjóð til Chile á áttunda áratug síðustu aldar. Þeir lýstu því yfir við móttöku verðlaunanna að þá um morguninn hefði þeim borist símtal frá sendiráði Sviþjóðar í Chile um að nú væri afráðið að flytja sjö þúsund manna byggð frá þeim svæðum sem málmúrgangurinn var geymdur á til nýrra heimkynna. Að lokum voru veitt verðlaun fyrir bestu mynd gerða eftir svokallaðri „Open Source“-forskrift, verkum úr myndefni sem ekki er háð höfundarrétti, enda komið á framfæri í gegnum netið af fólki sem tekur þátt í verkefninu. Verðlaunin hlaut myndin 1000 Stories. Verðlaunafé fyrir bestu stuttmynd og bestu heimildarmynd hátíðarinnar var 5.000 evrur. Fyrir bestu mynd í flokki nýrra norænna radda var verðlaunafé 3.500 evrur. Næsta hátíð Nordisk Panorama verður haldin að ári í Bergen. pbb@fréttablaðið.is
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira