Viðskipti innlent

FT: Eimskip fyrst til að sigla út úr kreppunni

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Eimskip.
Eimskip.

Eimskip verður fyrsta íslenska stórfyrirtækið sem siglir út úr efnahagslægðinni í kjölfar bankahrunsins, að því er segir í frétt á vef Financial Times.

Þar fjallar blaðið um nauðasamninga sem kröfuhafar samþykktu samhljóða fyrir helgi og fela í sér að kröfuhafarnir taka yfir fyrirtækið. Þar með sé umfangsmestu endurskipulagningu fyrirtækis utan fjármálageirans lokið.

Haft er eftir ráðgjöfum Eimskipa að aðkoma bandaríska eignarhaldsfélagsins Yucaipa hafa verið lykilatriði í samningunum, en það eignast 32 prósent í nýju Eimskipi og er næststærsti eigandinn á eftir Landsbankanum.

Það er þó talið til þess gert að eignast kælivörufyrirtækið Versacold, sem Eimskip keypti árið 2007. Yucaipa á fyrir sambærilegt félag, Americold, sem vilji mun standa til að sameina Versacold.

Eigandi Yucaipa er auðmaðurinn Ron Burkle, sem meðal annars er öflugur í innra starfi Demókrataflokksins og á í vinfengi við Clinton hjónin, rappstjörnuna P. Diddy og Leonardo DiCaprio svo dæmi séu nefnd.

Frétt Financial Times má lesa hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×