Erlent

Lissabonsáttmálinn samþykktur á Írlandi

Brian Cowen
Brian Cowen MYND/GETTYIMAGES
Írar hafa nú samþykkt Lissabonsáttmálann en þetta er í annað sinn sem sáttmálinn er lagður fyrir þjóðina í atkvæðagreiðslu. Brian Cowen forsætisráðherra landsins gaf þetta út fyrir stundu.

Cowen er ánægður með niðurstöðuna og segir þetta styrkja þjóðina sína í framtíðinni. Írar felldu sáttmálann í kosningu á síðasta ári og stefndu þar með í voða endurskipulagningu á stofnunum Evrópusambandsins, en samþykktu að ganga til atkvæða öðru sinni.

Sáttmálinn öðlast ekki gildi nema öll aðildarríkin samþykki hann, en Írar voru þeir einu sem felldu hann. Lissabonsáttmálinn, sem saminn var í Lissabon árið 2007 tekur á ákvörðunarferli sambandsins meðal annars í tengslum við stækkun þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×