Hagræðing á háskólastigi 3. október 2009 06:00 Eftir kröftuga uppbyggingu og útþenslu í íslensku háskólaumhverfi á tímum góðæris þurfa háskólar eins og aðrar stofnanir samfélagins að grípa til umtalsverðs niðurskurðar í rekstri. Fjárframlög til háskóla lækka um 8,5% frá síðasta ári. Þetta þýðir að þrátt fyrir 20% fjölgun nemenda í Háskóla Íslands á þessu skólaári fær hann 200 milljónum króna lægri fjárveitingu árið 2010. Horfur eru á áframhaldandi niðurskurði framlaga til háskóla, um meira en tvo milljarða króna næstu þrjú ár. Þessar aðstæður kalla á endurskipulag háskólastigsins og nýja forgangsröðun til þess að hægt verði að halda uppi gæðum háskólanáms í landinu fyrir mun fleiri nemendur með talsvert lægri fjárhæð en áður var til ráðstöfunar. Tvö markmiðFyrsta athugunarefnið er að sjö háskólar starfa í 330 þúsund manna samfélagi, þar af fjórir sem halda úti sömu námsleiðum í lögfræði og viðskiptafræði í grunnnámi og meistaranámi og tveir í tölvunarfræði, verkfræði og nú síðast sálfræði frá haustinu 2009.Á síðastliðnu ári hafa hvorki meira né minna en þrjár nefndir verið stofnaðar um aðgerðir í málefnum háskóla í ljósi breyttra efnahagsaðstæðna. Tvær fyrri skiluðu tillögum vorið 2009 en þeirri þriðju, sérstökum rýnihópi með fulltrúum allra háskólanna, var falið að taka afstöðu til tillagna hinna tveggja og hún skilaði niðurstöðum sínum í ágúst.Meginniðurstaða hópsins var að auka þyrfti samstarf háskólanna. Engar útfærðar tillögur eða tölulegar forsendur hafa þó komið fram um hvernig raunverulegur sparnaður, sem þarf að nema hátt á annan milljarð króna, eigi að nást fram með auknu samstarfi eða verkaskiptingu á milli háskóla með gerólíkum rekstrarformum.Kjarni málsins er sá að við niðurskurð og hagræðingu í opinberum útgjöldum til háskólastigsins verður að hafa tvö markmið að leiðarljósi. Í fyrsta lagi að taka mið af því hvar lögbundnar skyldur ríkisins liggja gagnvart háskólamenntun í landinu. Í öðru lagi að ná fram mestri hagræðingu, þannig að kostnaður á hvern nemanda verði sem minnstur, án þess að gæðum háskólanáms og rannsókna sé stefnt í hættu.Háskóli Íslands í forgangHvað fyrra atriðið varðar blasir við að í efnahagsþrengingum þeim sem nú standa yfir bera stjórnvöld sérstakar skyldur gagnvart Háskóla Íslands. Þeim ber því við úthlutun opinberra fjármuna að forgangsraða á þann veg að hlúð sé að þessum undirstöðuþætti fram yfir aðra.Um margra ára skeið hafa einkareknir skólar á háskólastigi í raun verið ríkisreknir að stærstum hluta og hafa fengið greidd jafnhá kennsluframlög á hvern nemanda og nemendur HÍ. Þó hefur HÍ ekki fengið öll nemendaígildi bætt að fullu undanfarin ár og enn eykst það misræmi eftir 20% fjölgun nemenda. Auk fullra kennsluframlaga frá ríkinu hefur einkaskólum verið heimilt að innheimta skólagjöld sem eru allt að þriðjungs viðbót við tekjur þeirra. Til viðbótar þessu veitir ríkið einnig námslán fyrir skólagjöldum þeirra. Á sama tíma hefur deildum HÍ sem eru í samkeppni við einkaskólana verið neitað um heimild til töku skólagjalda. Samkeppni er af hinu góða, en aðeins ef hún fer fram á jafnréttisgrundvelli. Það skilyrði hefur aldrei verið uppfyllt hér á landi. Sérstætt er að jafnræðissjónarmiðin verði skyndilega virk á niðurskurðartímum þannig að niðurskurður þurfi að koma jafnt niður á öllum háskólum. Enn fremur dylst engum sú ankannalega aðstaða að haldið er uppi kennslu í lögfræði, viðskiptafræði, verkfræði og sálfræði bæði í ríkisháskólanum HÍ og einkaskólanum HR, sem rekinn er fyrir ríkisframlög, þar sem báðir skólarnir standa á sama blettinum í miðborg Reykjavíkur.Yfirburðir HÍUm seinna atriðið, þ.e. hvar hægt er að ná mestri hagræðingu án þess að draga úr gæðum, ber einnig allt að sama brunni.Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um kostnað, skilvirkni og gæði háskólakennslu frá árinu 2007 voru birtar niðurstöður úttektar á kennslu í viðskiptafræði, lögfræði og tölvunarfræði á tímabilinu 2003-2005 hjá Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Bifröst. Úttektin leiddi afdráttarlaust í ljós yfirburði HÍ í öllum greinum sem teknar voru til skoðunar. Lagadeild HÍ kom best út í öllum samanburðaratriðum, kostnaður hennar reyndist lægstur, akademísk staða sterkust og skilvirkni mest.Starfsmannakostnaður á hvern fullskráðan laganema var langlægstur þar, um þrefalt lægri en hjá HB og tvöfalt lægri en hjá HR. Þá var meðalkostnaður á hvert akademískt stöðugildi lægstur hjá HÍ en hæstur hjá HB og munaði þar 33%.Eftir þetta hefur nemendum áfram fjölgað hlutfallslega langmest við lagadeild HÍ og því hefur kostnaður enn lækkað, án þess að slegið hafi verið af þeim kröfum sem gerðar eru til metnaðarfulls laganáms. Hugmyndir um að samvinna milli skóla, þar sem alger lágmarkstilkostnaður er í öðrum skólanum en tvöfalt eða þrefalt meiri kostnaður í hinum, skili verulegri hagræðingu ganga engan veginn upp í ljósi þessara staðreynda.Tveir kostirTveir kostir eru í stöðunni. Sá fyrri er að stjórnvöld taki sig til og forgangsraði í fjárveitingum og komi samkeppni á milli háskóla á jafnréttisgrundvöll. Það þýðir að framlög til einkarekinna skóla lækka í samræmi við þau skólagjöld sem þar eru innheimt. Þeir verða því að lækka rekstrarkostnað á hvern nemanda. Mismunurinn verði nýttur til að milda áhrif niðurskurðar á starfsemi Háskóla Íslands í þessari þröngu stöðu. Hinn kosturinn er að Háskóli Íslands taki yfir þær deildir þar sem sömu námsleiðum er haldið uppi að nokkru eða öllu leyti og þau ríkisframlög sem þangað renna nú, enda mest hagræðing fólgin í að kennsla fari fram þar. Augljóslega gengur þó ekki til lengdar að yfir 500 manns hefji laganám árlega, án þess að kennurum verði fjölgað verulega. Lagadeild Háskóla Íslands vinnur nú að tillögum um hvernig megi stýra inntöku nemenda í deildina þannig að skynsamlegt jafnvægi náist á þessu sviði og dregið verði úr brottfalli stúdenta. Mikilvægast er að halda áfram uppi gæðum námsins og það hefur lagadeild, eins og aðrar deildir háskólans, haft að leiðarljósi. Samkeppni á röngum forsendumÁrum saman hefur Háskóli Íslands verið sú stofnun samfélagsins sem nýtur mests trausts í almennings í landinu, en það hefur mælst um og yfir 85%. Það hefur sannarlega verið staðfest á undanliðnu ári þar sem sérfræðingar Háskólans hafa gegnt veigamiklu hlutverki til að aðstoða stjórnvöld við úrlausn erfiðra vandamála eftir bankarhrunið og þá uppbyggingu sem nú stendur yfir.Nú þegar kreppir að er grundvallaratriði að stjórnvöld tryggi áfram sjálfstæði skólans og gæði í kennslu og rannsóknum og viðhaldi þannig því trausti sem hann nýtur. Skólinn hefur sett sér metnaðarfulla stefnu undir stjórn núverandi rektors, Kristínar Ingólfsdóttur, um að Háskóli Íslandi verði öflugur rannsóknaháskóli á raunverulegum samkeppnisgrundvelli við alþjóðlega háskóla. Það er óraunhæft að ríkið haldi uppi fleiri skólum af því tagi og allra síst á tímum kreppu.Með aðgerðum sem miðast við að halda áfram uppi samkeppni á röngum forsendum er þeirri einstöku stöðu sem Háskólinn hefur áunnið sér stefnt í hættu. Íslenskt samfélag hefur ekki efni á því, ofan á allt annað sem miður hefur farið á tímum efnahagsþrenginga, að missa þá kjölfestu samfélagsins sem Háskóli Íslands er.Höfundur er prófessor og forseti lagadeildar Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir kröftuga uppbyggingu og útþenslu í íslensku háskólaumhverfi á tímum góðæris þurfa háskólar eins og aðrar stofnanir samfélagins að grípa til umtalsverðs niðurskurðar í rekstri. Fjárframlög til háskóla lækka um 8,5% frá síðasta ári. Þetta þýðir að þrátt fyrir 20% fjölgun nemenda í Háskóla Íslands á þessu skólaári fær hann 200 milljónum króna lægri fjárveitingu árið 2010. Horfur eru á áframhaldandi niðurskurði framlaga til háskóla, um meira en tvo milljarða króna næstu þrjú ár. Þessar aðstæður kalla á endurskipulag háskólastigsins og nýja forgangsröðun til þess að hægt verði að halda uppi gæðum háskólanáms í landinu fyrir mun fleiri nemendur með talsvert lægri fjárhæð en áður var til ráðstöfunar. Tvö markmiðFyrsta athugunarefnið er að sjö háskólar starfa í 330 þúsund manna samfélagi, þar af fjórir sem halda úti sömu námsleiðum í lögfræði og viðskiptafræði í grunnnámi og meistaranámi og tveir í tölvunarfræði, verkfræði og nú síðast sálfræði frá haustinu 2009.Á síðastliðnu ári hafa hvorki meira né minna en þrjár nefndir verið stofnaðar um aðgerðir í málefnum háskóla í ljósi breyttra efnahagsaðstæðna. Tvær fyrri skiluðu tillögum vorið 2009 en þeirri þriðju, sérstökum rýnihópi með fulltrúum allra háskólanna, var falið að taka afstöðu til tillagna hinna tveggja og hún skilaði niðurstöðum sínum í ágúst.Meginniðurstaða hópsins var að auka þyrfti samstarf háskólanna. Engar útfærðar tillögur eða tölulegar forsendur hafa þó komið fram um hvernig raunverulegur sparnaður, sem þarf að nema hátt á annan milljarð króna, eigi að nást fram með auknu samstarfi eða verkaskiptingu á milli háskóla með gerólíkum rekstrarformum.Kjarni málsins er sá að við niðurskurð og hagræðingu í opinberum útgjöldum til háskólastigsins verður að hafa tvö markmið að leiðarljósi. Í fyrsta lagi að taka mið af því hvar lögbundnar skyldur ríkisins liggja gagnvart háskólamenntun í landinu. Í öðru lagi að ná fram mestri hagræðingu, þannig að kostnaður á hvern nemanda verði sem minnstur, án þess að gæðum háskólanáms og rannsókna sé stefnt í hættu.Háskóli Íslands í forgangHvað fyrra atriðið varðar blasir við að í efnahagsþrengingum þeim sem nú standa yfir bera stjórnvöld sérstakar skyldur gagnvart Háskóla Íslands. Þeim ber því við úthlutun opinberra fjármuna að forgangsraða á þann veg að hlúð sé að þessum undirstöðuþætti fram yfir aðra.Um margra ára skeið hafa einkareknir skólar á háskólastigi í raun verið ríkisreknir að stærstum hluta og hafa fengið greidd jafnhá kennsluframlög á hvern nemanda og nemendur HÍ. Þó hefur HÍ ekki fengið öll nemendaígildi bætt að fullu undanfarin ár og enn eykst það misræmi eftir 20% fjölgun nemenda. Auk fullra kennsluframlaga frá ríkinu hefur einkaskólum verið heimilt að innheimta skólagjöld sem eru allt að þriðjungs viðbót við tekjur þeirra. Til viðbótar þessu veitir ríkið einnig námslán fyrir skólagjöldum þeirra. Á sama tíma hefur deildum HÍ sem eru í samkeppni við einkaskólana verið neitað um heimild til töku skólagjalda. Samkeppni er af hinu góða, en aðeins ef hún fer fram á jafnréttisgrundvelli. Það skilyrði hefur aldrei verið uppfyllt hér á landi. Sérstætt er að jafnræðissjónarmiðin verði skyndilega virk á niðurskurðartímum þannig að niðurskurður þurfi að koma jafnt niður á öllum háskólum. Enn fremur dylst engum sú ankannalega aðstaða að haldið er uppi kennslu í lögfræði, viðskiptafræði, verkfræði og sálfræði bæði í ríkisháskólanum HÍ og einkaskólanum HR, sem rekinn er fyrir ríkisframlög, þar sem báðir skólarnir standa á sama blettinum í miðborg Reykjavíkur.Yfirburðir HÍUm seinna atriðið, þ.e. hvar hægt er að ná mestri hagræðingu án þess að draga úr gæðum, ber einnig allt að sama brunni.Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um kostnað, skilvirkni og gæði háskólakennslu frá árinu 2007 voru birtar niðurstöður úttektar á kennslu í viðskiptafræði, lögfræði og tölvunarfræði á tímabilinu 2003-2005 hjá Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Bifröst. Úttektin leiddi afdráttarlaust í ljós yfirburði HÍ í öllum greinum sem teknar voru til skoðunar. Lagadeild HÍ kom best út í öllum samanburðaratriðum, kostnaður hennar reyndist lægstur, akademísk staða sterkust og skilvirkni mest.Starfsmannakostnaður á hvern fullskráðan laganema var langlægstur þar, um þrefalt lægri en hjá HB og tvöfalt lægri en hjá HR. Þá var meðalkostnaður á hvert akademískt stöðugildi lægstur hjá HÍ en hæstur hjá HB og munaði þar 33%.Eftir þetta hefur nemendum áfram fjölgað hlutfallslega langmest við lagadeild HÍ og því hefur kostnaður enn lækkað, án þess að slegið hafi verið af þeim kröfum sem gerðar eru til metnaðarfulls laganáms. Hugmyndir um að samvinna milli skóla, þar sem alger lágmarkstilkostnaður er í öðrum skólanum en tvöfalt eða þrefalt meiri kostnaður í hinum, skili verulegri hagræðingu ganga engan veginn upp í ljósi þessara staðreynda.Tveir kostirTveir kostir eru í stöðunni. Sá fyrri er að stjórnvöld taki sig til og forgangsraði í fjárveitingum og komi samkeppni á milli háskóla á jafnréttisgrundvöll. Það þýðir að framlög til einkarekinna skóla lækka í samræmi við þau skólagjöld sem þar eru innheimt. Þeir verða því að lækka rekstrarkostnað á hvern nemanda. Mismunurinn verði nýttur til að milda áhrif niðurskurðar á starfsemi Háskóla Íslands í þessari þröngu stöðu. Hinn kosturinn er að Háskóli Íslands taki yfir þær deildir þar sem sömu námsleiðum er haldið uppi að nokkru eða öllu leyti og þau ríkisframlög sem þangað renna nú, enda mest hagræðing fólgin í að kennsla fari fram þar. Augljóslega gengur þó ekki til lengdar að yfir 500 manns hefji laganám árlega, án þess að kennurum verði fjölgað verulega. Lagadeild Háskóla Íslands vinnur nú að tillögum um hvernig megi stýra inntöku nemenda í deildina þannig að skynsamlegt jafnvægi náist á þessu sviði og dregið verði úr brottfalli stúdenta. Mikilvægast er að halda áfram uppi gæðum námsins og það hefur lagadeild, eins og aðrar deildir háskólans, haft að leiðarljósi. Samkeppni á röngum forsendumÁrum saman hefur Háskóli Íslands verið sú stofnun samfélagsins sem nýtur mests trausts í almennings í landinu, en það hefur mælst um og yfir 85%. Það hefur sannarlega verið staðfest á undanliðnu ári þar sem sérfræðingar Háskólans hafa gegnt veigamiklu hlutverki til að aðstoða stjórnvöld við úrlausn erfiðra vandamála eftir bankarhrunið og þá uppbyggingu sem nú stendur yfir.Nú þegar kreppir að er grundvallaratriði að stjórnvöld tryggi áfram sjálfstæði skólans og gæði í kennslu og rannsóknum og viðhaldi þannig því trausti sem hann nýtur. Skólinn hefur sett sér metnaðarfulla stefnu undir stjórn núverandi rektors, Kristínar Ingólfsdóttur, um að Háskóli Íslandi verði öflugur rannsóknaháskóli á raunverulegum samkeppnisgrundvelli við alþjóðlega háskóla. Það er óraunhæft að ríkið haldi uppi fleiri skólum af því tagi og allra síst á tímum kreppu.Með aðgerðum sem miðast við að halda áfram uppi samkeppni á röngum forsendum er þeirri einstöku stöðu sem Háskólinn hefur áunnið sér stefnt í hættu. Íslenskt samfélag hefur ekki efni á því, ofan á allt annað sem miður hefur farið á tímum efnahagsþrenginga, að missa þá kjölfestu samfélagsins sem Háskóli Íslands er.Höfundur er prófessor og forseti lagadeildar Háskóla Íslands.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun