Viðskipti innlent

Samsetning nýju úrvalsvísitölunnar óbreytt

Edurskoðun Kauphallarinnar á OMX Iceland 6 vísitölunni, sem gerð er tvisvar á ári, leiddi ekki af sér breytingar á samsetningu vísitölunnar.

Sex fyrirtæki eru í vísitölunni, sem tekur við af OMX Iceland 15 úrvalsvísitölunni, en hún verður aflögð í sumar.Endurskoðuð samsetning, en óbreytt, tekur gildi miðvikudaginn 1. júlí næstkomandi.

Félögin sem eru í vísitölunni eru Alfesca, Bakkavör Group, Føroya Banki, Icelandair Group, Marel Food Systems og Össur.

OMX Iceland 6 er samsett af þeim sex félögum sem mest viðskipti eru með á NASDAQ OMX Iceland-markaðnum. - óká








Fleiri fréttir

Sjá meira


×