Handbolti

Aron eini Íslendingurinn í beinni í kvöld

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Logi Geirsson.
Logi Geirsson. Nordic Photos / Bongarts

Logi Geirsson og Vignir Svavarsson geta ekki leikið með Lemgo í kvöld er liðið mætir Þýskalandsmeisturum Kiel. Aron Pálmarsson verður aftur á móti með Kiel og kærkomið tækifæri fyrir Íslendinga að sjá Aron spila með nýja liðinu sínu en leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport.

„Ég er því miður ekki klár í slaginn. Þeir hjá Lemgo vilja að ég sé 100 prósent klár þegar ég byrja. Ég er svona 90 prósent maður núna. Svo fór smá vökvi inn á öxlina sem hægði á batanum," sagði Logi Geirsson við Vísi dag.

„Við ætlum okkur samt sigur í kvöld gegn Kiel. Við erum oft betri gegn stóru liðunum og Kiel mun þurfa að hafa fyrir þessu."

Leikurinn er eins og áður segir í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 18.10.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×