Hagfræðideild: Spáir nær óbreyttri verðbólgu 10. september 2009 08:07 Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga milli ágúst og september mælist 0,8%. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga lækka lítilsháttar og mælast 10,8% í september samanborið við 10,9% í ágúst. Í Hagsjá deildarinnar segir að í september megi búast við að verðlag hækki þó nokkuð vegna áframhaldandi verðhækkunar á fatnaði og skóm í kjölfar útsöluloka auk þess sem ný vörugjöld á ýmsa matvöru tóku gildi þann 1.september. Aftur á móti bendir flest til þess að fasteignaverð sé ennþá á niðurleið en í spánni er gert ráð fyrir um 0,1% áhrifum til lækkunar vísitölunnar (VNV) af þeim sökum. Þá hefur eldsneyti lækkað lítillega frá síðustu mælingu en að öllu óbreyttu má reikna með að sú lækkun hafi um 0,05% áhrif til lækkunar VNV. Hækkun vörugjalda á ýmsa matvöru tók gildi þann 1. september, en vörugjöldin eru lögð á ýmsar tegundir matvöru sem mismunandi há krónutala á mismunandi tollnúmer. „Við eigum von á að hækkun vörugjaldanna verði að mestu leyti velt beint út í verðlagið og að langstærstur hluti hækkunarinnar komi því fram strax í septembermælingunni," segir í Hagsjánni. Ennfremur segir að síðastliðna þrjá mánuði hefur krónan sveiflast á nokkuð þröngu bili en gengisvísitalan hefur verið á bilinu 230-240 frá því í byrjun júní og stendur þegar þetta er skrifað í 234 stigum. Það hefur því hægt og bítandi dregið úr þeim verðbólguþrýstingi sem gengisveiking krónunnar hefur valdið. Ljóst er að verðbólga milli ágúst og september verður í hærra lagi. Þegar tímabundnar hækkanir verða gengnar yfir má í kjölfarið búast við að 12 mánaða verðbólga lækki hratt það sem eftir lifir ársins. Þessi spá byggir á áframhaldandi lækkun fasteignaverðs og að flestir aðrir liðir vísitölunnar hækki aðeins hóflega enda er eftirspurn enn takmörkuð auk þess sem gengi krónunnar hafi ekki veikst nema lítið eitt frá því síðasta vor. Einnig detta á næstunni út úr mælingunni miklar verðhækkanir frá síðasta hausti sem veldur því að tólf mánaða verðbólga gæti fallið enn hraðar en ella. Verðlag hækkaði til að mynda um 2,2% í október 2008, 1,7% í nóvember og 1,5% í desember í fyrra. Að því gefnu að gengi krónunnar haldist nokkuð stöðugt á næstunni má áætla að 12 mánaða verðbólga gæti verið komin í námunda við 6% í lok árs. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga milli ágúst og september mælist 0,8%. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga lækka lítilsháttar og mælast 10,8% í september samanborið við 10,9% í ágúst. Í Hagsjá deildarinnar segir að í september megi búast við að verðlag hækki þó nokkuð vegna áframhaldandi verðhækkunar á fatnaði og skóm í kjölfar útsöluloka auk þess sem ný vörugjöld á ýmsa matvöru tóku gildi þann 1.september. Aftur á móti bendir flest til þess að fasteignaverð sé ennþá á niðurleið en í spánni er gert ráð fyrir um 0,1% áhrifum til lækkunar vísitölunnar (VNV) af þeim sökum. Þá hefur eldsneyti lækkað lítillega frá síðustu mælingu en að öllu óbreyttu má reikna með að sú lækkun hafi um 0,05% áhrif til lækkunar VNV. Hækkun vörugjalda á ýmsa matvöru tók gildi þann 1. september, en vörugjöldin eru lögð á ýmsar tegundir matvöru sem mismunandi há krónutala á mismunandi tollnúmer. „Við eigum von á að hækkun vörugjaldanna verði að mestu leyti velt beint út í verðlagið og að langstærstur hluti hækkunarinnar komi því fram strax í septembermælingunni," segir í Hagsjánni. Ennfremur segir að síðastliðna þrjá mánuði hefur krónan sveiflast á nokkuð þröngu bili en gengisvísitalan hefur verið á bilinu 230-240 frá því í byrjun júní og stendur þegar þetta er skrifað í 234 stigum. Það hefur því hægt og bítandi dregið úr þeim verðbólguþrýstingi sem gengisveiking krónunnar hefur valdið. Ljóst er að verðbólga milli ágúst og september verður í hærra lagi. Þegar tímabundnar hækkanir verða gengnar yfir má í kjölfarið búast við að 12 mánaða verðbólga lækki hratt það sem eftir lifir ársins. Þessi spá byggir á áframhaldandi lækkun fasteignaverðs og að flestir aðrir liðir vísitölunnar hækki aðeins hóflega enda er eftirspurn enn takmörkuð auk þess sem gengi krónunnar hafi ekki veikst nema lítið eitt frá því síðasta vor. Einnig detta á næstunni út úr mælingunni miklar verðhækkanir frá síðasta hausti sem veldur því að tólf mánaða verðbólga gæti fallið enn hraðar en ella. Verðlag hækkaði til að mynda um 2,2% í október 2008, 1,7% í nóvember og 1,5% í desember í fyrra. Að því gefnu að gengi krónunnar haldist nokkuð stöðugt á næstunni má áætla að 12 mánaða verðbólga gæti verið komin í námunda við 6% í lok árs.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira