Erlent

Flugræninginn var í guðdómlegri sendiför

Mynd/AP
Bólivíumaður er í haldi mexíkósku lögreglunnar eftir að hann rændi farþegaþotu í innanlandsflugi í Mexíkó í gær. Þotan var á leið frá Cancun til Mexíkóborgar með 104 farþega og áhöfn. Skömmu eftir að þotan var komin á loft stóð farþegi upp, sagðist vera með sprengju meðferðis og heimtaði fund með Felipe Calderon, forseta Mexíkó.

Flugræninginn mun heittrúaður og hafa sagst vera í guðdómlegri sendiför. Hann yrði að vara forsetann við jarðskjálfta sem senn yrði. Skömmu eftir að vélinni var lent á flugvellinum í Mexíkóborg var maðurinn yfirbugaður. Engan sakaði.


Tengdar fréttir

Bólívíumenn ræna mexíkóskri flugvél

Flugræningjar sem eru taldir vera frá Bólivíu rændu mexíkóskri flugvél með hundrað farþegum innanborðs samkvæmt BBC. Vélin var á leiðinni til Cancun í Mexíkó þegar ræningjarnir létu til skara skríða. Vélinni var þá snúið til Mexíkó-borgar þar sem hún lenti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×