Erlent

Obama skammar Brown vegna Lockerbie-mannsins

Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, lét óánægju sína í ljós varðandi lausnar hryðjuverkamannsins sem sprengdi farþegaþotu yfir Lockerbie á níunda áratugnum, í samtali við forsætisráðherra Breta, Gordon Brown.

Samkvæmt BBC, sem ræddi við talsmann Downingstrætis 10, þá ræddu þeir saman í 40 mínútur alls. Hann vildi ekki gefa upp hvort bryddaði upp á málefninu.

Það var skoski dómsmálaráðherrann sem ákvað að veita hryðjuverkamanninum Abdelbaset Ali al-Megrahi frá Líbýu frelsi. Ástæðan var af mannúðarástæðum en al-Megrahi er með banvænt krabbamein og á stutt eftir ólifað.

Hann var dæmdur á tíunda áratugnum fyrir að sprengja farþegaþotu yfir Lockerbie í Skotlandi. Alls fórust um 250 manns. Þar af tvöhundruð Bandaríkjamenn.

Það var svo eins og olía á eld að samlandar al-Megrahi tóku á móti hryðjuverkamanninum sem þjóðhetju þegar hann snéri aftur til Líbýu.

Samkvæmt talsmanni þá á Brown að hafa ítrekað að ákvörðunin hafi verið tekinn af Skotum. Hann er þó gagnrýndur harðlega fyrir að hafa ekki, í krafti embættis, skorist í leikinn þegar al-Megrahi var sleppt.

Bandaríkjamenn eru æfir vegna málsins sem og harðlínufjölmiðlar þar í landi.

Uppi hafa verið kenningar um breska ríkisstjórnin hafi sleppt hryðjuverkamanninum vegna viðskiptahagsmuna á milli landanna. Ríkistjórnin neitar því hinsvegar harðlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×