Jón Ásgeir: Hefðum átt að hætta eftir kaupin á Big Food Group 10. september 2009 08:15 Jón Ásgeir Jóhannesson segir í ítarlegu viðtali við Viðskiptablaðið sem kemur út í dag, að Baugur hefði átt að hætta fjárfestingum eftir kaupin á Big Food Group árið 2005. Þetta hafi verið góð fjárfesting og ef þetta hefði verið gert væri hann í góðum málum í dag. Greint er frá viðtalinu á vefsíðu Viðskiptablaðsins. Þar segir að fyrir tæpum tveimur árum sagði Jón Ásgeir Jóhannesson, þá stjórnarformaður Baugs, að eiginfjárhlutfallið yrði að fylgja aldrinum, sem sagt að áhættusæknin minnkaði með aldrinum. Jafnframt sagðist Jón Ásgeir ekki vera eins áhættusækinn og áratug fyrr. Á þessum tíma nam velta félaga í eigu Baugs um 10 milljörðum punda, hjá félaginu störfuðu um 70 þúsund manns í 3.800 verslunum í 35 löndum. Nú, tæpum 2 árum síðar, má segja að Baugsveldið sé hrunið. „Við áttum að hætta þegar við keyptum Big Food Group árið 2005 og halda okkur við verslun. Svona eftir á að hyggja hefði það verið skynsamlegast. Þá hefðum við verið í góðum málum í dag," segir Jón Ásgeir meðal annars í viðtalinu. Jón Ásgeir segir Big Food félögin, Iceland og Booker, gefa 35 milljarða í frjálst sjóðsstreymi á þessu ári. „Hefði Baugur haldið sínum ráðandi hlut í þessum félögum þá hefði verið hægt að standa undir skuldum Baugs auðveldlega enda var skuldsetning félagsins 2005 heilbrigðari þá en síðar varð með auknum fjárfestum í ólíkum geirum sem við hefðum betur látið vera," segir Jón Ásgeir en bætir við að það hafi ekki bara verið hjá Baugi sem skuldsettar yfirtökur brugðust. Þá tjáir Jón Ásgeir sig um þær rannsóknir sem nú standa yfir, fjárfestingar Baugs á Íslandi síðustu ár, mögulega eignasölu, stöðutöku gegn krónunni, aðdraganda bankahrunsins og eftirmála og margt fleira. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson segir í ítarlegu viðtali við Viðskiptablaðið sem kemur út í dag, að Baugur hefði átt að hætta fjárfestingum eftir kaupin á Big Food Group árið 2005. Þetta hafi verið góð fjárfesting og ef þetta hefði verið gert væri hann í góðum málum í dag. Greint er frá viðtalinu á vefsíðu Viðskiptablaðsins. Þar segir að fyrir tæpum tveimur árum sagði Jón Ásgeir Jóhannesson, þá stjórnarformaður Baugs, að eiginfjárhlutfallið yrði að fylgja aldrinum, sem sagt að áhættusæknin minnkaði með aldrinum. Jafnframt sagðist Jón Ásgeir ekki vera eins áhættusækinn og áratug fyrr. Á þessum tíma nam velta félaga í eigu Baugs um 10 milljörðum punda, hjá félaginu störfuðu um 70 þúsund manns í 3.800 verslunum í 35 löndum. Nú, tæpum 2 árum síðar, má segja að Baugsveldið sé hrunið. „Við áttum að hætta þegar við keyptum Big Food Group árið 2005 og halda okkur við verslun. Svona eftir á að hyggja hefði það verið skynsamlegast. Þá hefðum við verið í góðum málum í dag," segir Jón Ásgeir meðal annars í viðtalinu. Jón Ásgeir segir Big Food félögin, Iceland og Booker, gefa 35 milljarða í frjálst sjóðsstreymi á þessu ári. „Hefði Baugur haldið sínum ráðandi hlut í þessum félögum þá hefði verið hægt að standa undir skuldum Baugs auðveldlega enda var skuldsetning félagsins 2005 heilbrigðari þá en síðar varð með auknum fjárfestum í ólíkum geirum sem við hefðum betur látið vera," segir Jón Ásgeir en bætir við að það hafi ekki bara verið hjá Baugi sem skuldsettar yfirtökur brugðust. Þá tjáir Jón Ásgeir sig um þær rannsóknir sem nú standa yfir, fjárfestingar Baugs á Íslandi síðustu ár, mögulega eignasölu, stöðutöku gegn krónunni, aðdraganda bankahrunsins og eftirmála og margt fleira.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira