Ekki rífa Nasa! Páll Óskar Hjálmtýsson skrifar 10. september 2009 06:00 Ég mótmæli fyrirhuguðum framkvæmdum og breytingum á deiliskipulagi í Kvosinni þar sem á að minnka Ingólfstorg og rífa Nasa við Austurvöll, til að byggja fimm hæða hótel. Nasa er síðasta íslenska félagsheimilið í Reykjavík og við megum ekki leggjast svo lágt að rífa það. Flest húsin við Ingólfstorg, að Nasa og gamla Landsímahúsinu meðtöldum, eru í eigu Péturs Þórs Sigurðssonar - það eina sem ég veit um hann er að hann er í Framsóknarflokknum, konan hans heitir Jónína Bjartmarz og það er mjög erfitt að ná í hann í síma af því hann býr í Kína. Eigendarétturinn er svo sterkur á Íslandi að ef borgin stendur í vegi fyrir einhverju sem eigandinn vill framkvæma er borgin bótaskyld. Þar að auki er ekki hægt að hagga deiliskipulagi sem samþykkt var árið sítt-að-aftan 1988. Til samanburðar er allt deiliskipulag í Svíþjóð endurskoðað á fimm ára fresti. Kallar þetta ekki á nýja lagasetningu? Ég er með ágætis lausn á þessum ímyndaða hótelskorti. Það er búið að byggja hundrað hæða höll úr gleri í Borgartúni, sem stendur galtóm. Hvers vegna ekki að breyta þessu ferlíki í hótel? Húsnæði Nasa og starfsemin þar ætti að fá að standa óbreytt. Gamla Landsímahúsið mætti nota sem skrifstofur Alþingis. Þar vantar alltaf vinnuaðstöðu. Skrifstofum Alþingis er svo lokað um svipað leyti og hjóðprufur hefjast inni á Nasa. Enginn truflar neinn. Allir eru ánægðir. Við viljum ekki fleiri ruglframkvæmdir eða niðurrif á byggingum og stöðum sem eiga sér langa sögu. 2007 er búið. Aðkallandi verkefni bíða: Barnaheimilin, elliheimilin, öryrkjarnir og heilbrigðiskerfið. Ekki eyða orku í að þjóna hagsmunum Péturs Þórs Sigurðssonar, af því að hann er í Framsóknarflokknum, á einhverjar byggingar úti um allan bæ og er lögfræðingur að mennt. Við erum þreytt á pólitísku baktjaldamakki. Á morgun, 11. september 2009, rennur út frestur til að skila aðfinnslum að nýju deiliskipulagi hjá Reykjavíkurborg. Ef þú lætur ekki í þér heyra, til dæmis á heimasíðunni www.bin.is, telst þetta nýja deiliskipulag samþykkt. Vilt þú láta það gerast? Höfundur er poppstjarna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ég mótmæli fyrirhuguðum framkvæmdum og breytingum á deiliskipulagi í Kvosinni þar sem á að minnka Ingólfstorg og rífa Nasa við Austurvöll, til að byggja fimm hæða hótel. Nasa er síðasta íslenska félagsheimilið í Reykjavík og við megum ekki leggjast svo lágt að rífa það. Flest húsin við Ingólfstorg, að Nasa og gamla Landsímahúsinu meðtöldum, eru í eigu Péturs Þórs Sigurðssonar - það eina sem ég veit um hann er að hann er í Framsóknarflokknum, konan hans heitir Jónína Bjartmarz og það er mjög erfitt að ná í hann í síma af því hann býr í Kína. Eigendarétturinn er svo sterkur á Íslandi að ef borgin stendur í vegi fyrir einhverju sem eigandinn vill framkvæma er borgin bótaskyld. Þar að auki er ekki hægt að hagga deiliskipulagi sem samþykkt var árið sítt-að-aftan 1988. Til samanburðar er allt deiliskipulag í Svíþjóð endurskoðað á fimm ára fresti. Kallar þetta ekki á nýja lagasetningu? Ég er með ágætis lausn á þessum ímyndaða hótelskorti. Það er búið að byggja hundrað hæða höll úr gleri í Borgartúni, sem stendur galtóm. Hvers vegna ekki að breyta þessu ferlíki í hótel? Húsnæði Nasa og starfsemin þar ætti að fá að standa óbreytt. Gamla Landsímahúsið mætti nota sem skrifstofur Alþingis. Þar vantar alltaf vinnuaðstöðu. Skrifstofum Alþingis er svo lokað um svipað leyti og hjóðprufur hefjast inni á Nasa. Enginn truflar neinn. Allir eru ánægðir. Við viljum ekki fleiri ruglframkvæmdir eða niðurrif á byggingum og stöðum sem eiga sér langa sögu. 2007 er búið. Aðkallandi verkefni bíða: Barnaheimilin, elliheimilin, öryrkjarnir og heilbrigðiskerfið. Ekki eyða orku í að þjóna hagsmunum Péturs Þórs Sigurðssonar, af því að hann er í Framsóknarflokknum, á einhverjar byggingar úti um allan bæ og er lögfræðingur að mennt. Við erum þreytt á pólitísku baktjaldamakki. Á morgun, 11. september 2009, rennur út frestur til að skila aðfinnslum að nýju deiliskipulagi hjá Reykjavíkurborg. Ef þú lætur ekki í þér heyra, til dæmis á heimasíðunni www.bin.is, telst þetta nýja deiliskipulag samþykkt. Vilt þú láta það gerast? Höfundur er poppstjarna.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar