Erlent

Eftirlýstur morðingi hélt fólki í gíslingu og sofnaði

Eftirlýstur morðingi sem hélt hjónum í Kansas í Bandaríkjunum í gíslingu á heimili þeirra í gærmorgun gat ekki haldið sér vakandi og sofnaði eftir nokkra klukkustunda gíslatöku. Það gerði það að verkum að fólkið losnaði úr tæplega sjö klukkustunda prísund og náði að gera lögreglu viðvart sem handtók í framhaldinu hinn eftirlýsta glæpamann.

Maðurinn fær nú að sofa eins mikið og hann vill í fangaklefa og hjónin hafa snúið til baka á heimili sitt þrátt fyrir að þessa óhugnanlegu lífsreynslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×