Viðskipti innlent

Ásókn í innistæðubréf

frá vaxtaákvörðunarfundi Már Guðmundsson, hér í miðjunni, segir  innlánsreikninga bankanna hafa bólgnað út eftir bankahrunið. Fréttablaðið/GVA
frá vaxtaákvörðunarfundi Már Guðmundsson, hér í miðjunni, segir innlánsreikninga bankanna hafa bólgnað út eftir bankahrunið. Fréttablaðið/GVA

Öll innistæðubréf Seðlabankans gengu út í útboði bankans í gær. Tilkynnt var um útgáfuna fyrir hálfum mánuði samhliða vaxtaákvörðun bankans en þá var ákveðið að gefa út bréf fyrir fimmtán til 24 milljarða króna í viku hverri.

Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði á vaxtaákvörðunarfundinum, spurður um ástæðu útgáfunnar, að ákvörðunarfælni bankastarfsmanna og minnkandi lánsfjáreftirspurn hefði valdið því að peningar söfnuðust fyrir í viðskiptabönkunum. Innlánsreikningar bankanna hefðu bólgnað út eftir bankahrunið og lægju þeir nú á vel á annað þúsund milljörðum króna. Því byði Seðlabankinn bönkunum að fjárfesta í innistæðubréfum.

Í gær voru seld bréf fyrir 25 milljarða króna og bera þau 9,75 prósenta nafnvexti. Fram kemur í Hagsjá Landsbankans í gær að fyrir viku hafi vextir innistæðubréfanna numið 9,67 prósentum. Innistæðubréfaflokkurinn er nú kominn í 50 milljarða króna, samkvæmt upplýsingum Landsbankans.- jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×